Búnaðarrit - 01.06.1969, Síða 159
PLÆGING
409
Víða (ló frægresið eða livarf á skömmum tíma. Þó er það
svo, að sums staðar, svo sem í umhverfi Gróðrarstöðvar-
innar á Akureyri, má enn sjá mikið af sáðtúnunum frá
þessum tíma, er bera glögg einkenni sáðræktarinnar
eftir full sextíu ár, þrátt fyrir öll kalár og misjafna
meðferð. Er það vissulega rannsóknarefni, livað bjarg-
að liefur þessum túnum yfir öll áföll, eigi síður en liitt,
hvað valdið hefur aldauða á öðrum túnum.
Sjálfgræðslan örfaði ekki álmgann á plægingu. Þvert
á móti var nú leitað allra hragða til að vinna landið
sent grynnst og bylta jarðveginum sem minnst. 1 þessum
tilgangi voru fundin upp ný jarðvinnslutæki og leitað
eftir tækjum erlendis, er fullnægðu þessum tilgangi, og
náði sú viðleitni hámarki með tilkomu þúfnabananna
svonefndu. Þessir stórvirku tætarar voru í sjálfu sér
ágæt verkfæri, þar sem þeir áttu við og að vissu marki,
en það fór svo með þá, eins og margt af þeini véltækjum,
er við höfum komizt yfir á síðustu áratugunum, að við
misnotuðum þá og ætluðum þeim stærra hlutverk en
þeim hæfði.
Þar kom brátt, að vinsældir sjálfgræðslunnar fóru
þverrandi og yfirhorðsvinnslan, þar með talin þúfna-
banasléttunin, reyndist ekki til frambúðar. Þessu olli
oft ófullnægjandi framræsla, en líka það, að vélar þess-
ar, þótt stórvirkar væru, megnuðu ekki að bana stór-
þýfinu fullkomlega, svo það gekk aftur. Dálætið á sjálf-
græðslunni fór því minnkandi, en að sama skapi fór
sáðræktin vaxandi. Þá komu líka til sögunnar stórvirkar
jarðyrkjuvélar af nýjum gerðum. Jarðýtur, sem fátt
stóðst fyrir. Þær byltu þúfunum niður að rótum, námu
burtu börð og smáhóla og vellu stóreflis björgum, er áður
höfðu þótt óviðráðanleg, lir flagi eins og leikföng væru.
1 kjölfar þessara risavéla fóru svo rótlierfi, saxherfi og
plógherfi við þeirra hæfi.
Hér með höfðum við náð langþráðu takmarki, er
okkur liafði drevmt um í aldir. Það var að ráða niður-