Búnaðarrit - 01.06.1969, Blaðsíða 160
410
BUNAÐARRIT
lögum þýfisins, slétta túnin. I þessu ofurkappi okkar
við að slétta hefur okkur þó sézt yfir eitt veigamikið
atriði, nefnilega það, að sléttun er ekki sama og ræktun.
Sléttunin var að vísu góðra gjalda verð, og liún var
fljótgerð og auðveld með þeim vélakosti, er við nú
höfum ráð á, en ræktunin var miklu vandameiri, tók
lengri tíma og útheimti víðtæka þekkingu, þar á meðal
kunnáttu í plægingu. Sléttunina var auðvelt að fram-
kvæma á félagsgrundvelli sem farandsvinnu, en ræktun-
in hlaut að verða viðfangsefni hvers einstaks bónda.
Hvar kemur plógurinn svo við sögu í nútímaræktun
okkar? Það fer undarlega lítið fyrir honum. Nær allir
bændur eiga nú dráttarvélar af ýmsum stærðum og
gerðum, sumir tvær eða fleiri. Með þeim liafa þeir fengið
fjölmörg tæki, svo sem vera ber, bæði til lieyskapar og
jarðvinnslu, en plógar munu sárafáir þar á meðal og oft
standa þeir, sem keyptir hafa verið, ónotaðir úti undir
vegg og safna ryði, eða þeir liggja í einlrverju skúma-
skoti undir alls konar aflóga rusli og liafa aldrei í jörð
komið. Við lærðum aldrei að plægja þýfið með hestum,
og var okkur það nokkur vorkunn, en við virðumst ekki
lieldur geta lært að plægja slétt land með traktorum og
höfum þar enga afsökun.
En því eigum við endilega að plægja? mun nú einhver
spyrja. Er ekki plæging úrelt og óþörf jarðvinnsluaðferð,
sem við getum alveg leitt hjá okkur? Þessu verð ég að
neita afdráttarlaust. Við þurfum að vísu ekki lengur
plóga til að slétta landið, og er það vel, en við þurfum
plóga til að rækta jörðina, svo nokkurt lag sé á. Skal ég
nú reyna að færa rök fyrir þessu:
1. Til þess að ræktun geti orðið í lagi, þarf vinnsla
landsins, bæði aflfræðileg, efnafræðileg og líffræðileg að
ná til nokkurrar dýptar, mismunandi eftir tegund þess
og ástandi. Aðeins plæging gerir okkur kleift að hafa
fullt vald á þessu. Við getum með plægingu ráðið því,
hve djúpa og hvernig blandaða gróðurmold við viljum