Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 161
PLÆGINC 411
hafa í hverjum stað, en það hefur mikil áhrif á rótar-
kerfi jurtanna og allan viðnámsþrótt þeirra.
2. Til þess að ná góðum árangri við jarðvinnsluna og
gerð gróðurmoldar, þurfum við að vinna í samræmi við
veðurfar og veðrun. Ræktun er hér mjög hægfara vegna
lágs sumarhita. Við verðum því að treysta mest á veðrun-
ina við molnun og myldingu jarðvegsins, en engan veginn
veðrast jarðvegurinn eins vel og í plógstrengjunum, ef
liann fær að liggja þannig veturlangt undir áhrifum
breytilegs veðurfars. Plægingin opnar jarðveginn til
ákveðinnar dýptar, svo veðrunin nær dýpra og verkar
betur en við nokkra aðra vinnsluaðferð.
3. Með plægingunni er hægt að sökkva óæskilegri
grasrót og gróðri, svo það hvorki tefji vinnslu né vaxi
upp aftur til óþurftar. Þannig má einnig, ef rétt er að
farið, sökkva illgresi og illgresisfræi, svo það spilli ekki
árangri ræktunarinnar. Mestu er þó um vert, að plæging-
in hýður upp á einstakt tækifæri til að koma lífrænum
áburði, svo sem búfjáráburði, niður í jarðveginn, liag-
nýta þannig jarðvegsbætandi eiginleika hans og auka
áburðargildi lians til mikilla muna samanborið við yfir-
breiðslu. Þetta er mjög auðvelt, þegar nokkurn veginn
slétt land er plægt. Áburðinum er þá dreift á landið
ólireyft og það svo plægt jafnóðum. Tilraunir hafa sýnt,
að þannig má að minnsta kosti þrefalda notagildi áburð-
arins.
4. Þörfin á plægingu hefur tvímælalaust farið vaxandi
liér með stóraukinni nýyrkju. Við höfum að undanförnu
í vaxandi mæli tekið til túnræktar tyrfinn jarðveg, þ. e.
mýrar. Ekki er þess að vænta, að slíkur jarðvegur rotni
og myldist á skömmum tíma í okkar veðurfari, jafnvel
þótt framræsla sé í bezta lagi. Aðeins endurtekin plæg-
ing jarðvegsins á fárra ára fresti, ásamt meðfylgjandi
veðrun og vinnslu, getur breytt slíkum jarðvegi í hag-
kvæma gróðurmold. Við slíka endurræktun er sjálfsagt
að nota tækifærið og plægja búfjáráburð niður í jarð-