Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 163
PLÆGING
413
hið dauða land, þannig, að bæði búfjáráburður og veðr-
unin séu nýtt til liins ýtrasta við endurræktunina, svo
sem ég hef áður vikið að oftar en einu sinni.
Með liliðsjón af því, er ég nú lief sagt, vaknar sú
spurning, livort ekki sé orðið tímabært að skipuleggja
túnræktina þannig, að túnin séu plægð upp á nokkurra
ára fresti, svo sem 8.—10. bvert ár, og góður skammtur
af búfjáráburði þá jafnframt plægður niður í jarðvegiiin.
Rotinn og liráan jarðveg mætti taka til meðferðar þéttar.
Þegar svo væri komið, gætum við farið að tala um tún-
rækt, og þá vænti ég þess, að draga taki verulega úr
skakkaföllum þeim vegna túnskemmda, sem brjáð liafa
landbúnaðinn svo átakanlega að undanförnu. Þetta getur
þó því aðeins orðið, að plógurinn hljóti þann virðingar-
sess í ræktunarstörfunum, sem lionum ber, að bændur
almennt eignist plóga við liæfi aflvéla sinna og læri að
nota þá á réttan bátt og endurvinnsla túna verði fastur
árlegur þáttur í búrekstrinum.
Ráðlegging mín til bænda í sambandi við ræktunar-
málin verður því fyrst og fremst þessi: Lœrið að plœgja.
Viðauki
1 einu stuttu útvarpserindi verður ekki margt sagt eða
málunum gerð fullnægjandi skil. Það ber því frekar
að taka sem áminningu og livatningu en sem tæmandi
fræðslu. Mér þykir því blýða að láta erindi þessu fylgja
dálítinn viðauka í Búnaðarritið, rétt til þess að vekja
atliygli á því, að málið er ekki alveg eins einfalt og ég
gerði það í útvarpserindinu.
Þá skal fyrst bent á, að enginn skyldi ætla, að plæging
sé mjög einfaldur og auðlærður verknaður, jafnvel þótt
bún sé framkvæmd á nokkurn veginn sléttum velli og
með nægri orku. Kemur þar margt til greina, svo sem:
val tækja, stilling þeirra til hæfilegrar dýptar og breidd-
ar í hverju einstöku tilfelli, að hefja og Ijúka plægingu