Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 164
414
BÚNAÐARRIT
lýtalaust, að plægja skipulega, beint og jafnt, að streng-
irnir velti vel og liggi vel o. s. frv.
Ekki er víst, að plæging henti í öllum jarðvegi í fyrstu
umferð. 1 mjög sendnum og sundurlausum jarðvegi
virðist nægilegt að herfa í upphafi, að minnsta kosti
ef ekki á að plægja niður lífrænan áburð. öðm ináli
gegnir, þegar slík tún eru endurræktuð, eftir að gras-
rótarlag er orðið til, þá getur plæging átt þar við eigi
síður en annars staðar, en rétt mun að plægja slík tún
ekki djúpt.
Ég vil víkja örlítið að því, livers vegna ég hef ekki
gert ráð fyrir forræktun við endurræktun túnanna.
Reynslan er undantekningarlítið sú, að með forræktun-
inni kemur arfi í flögin og veldur þar meira tjóni en
ávinningnum af forræktun nemur. Oft er þetta vegna
þess, að við notum búfjáráburð á skakkan hátt og
röngum tíma í ræktuninni, notum hann í forræktuninni
og plægjum liann ekki niður. Líka vegna þess, að við
erum ekki nógu vel á verði gegn arfanum í forræktun-
inni og sáðsléttunum, en þar er sláttur arfans á réttu
stigi álirifaríkastur. Venjulega fá arfaskellurnar óhindr-
að að fella fræ og dreifa því. Þegar sú skipan verður á
orðin, að við endurplægjum túnin á nokkurra ára fresti,
að minnsta kosti meðan jarðvegurinn er að myldast
og gróðurmoldarlag af hæfilegri þykkt verður til, er
forræktunar síður þörf. Þeir, sem vegna ræktunar græn-
fóðurs eða af öðrum ástæðum vilja hafa forræktun,
verða að gera sér grein fyrir þeim vandkvæðum, er
henni fylgja og haga ræktunarstörfunum þannig, að
þeirra gæti sem minnst, t. d. nota ekki búfjáráburð í
flögin fyrr en komið er að sáningu grasfræsins og plægja
hann þá niður. Ég vil hér undirstrika það, að herfing
áburðarins niður í flög lánast aldrei svo vel sé og er
því mesta kák.
Að lokum vil ég ræða nokkuð um þá gengdarlausu
jningaumferð, sem nú á sér stað á túnunum. Það er ekki