Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 165
PLÆGING
415
að'eins, að hún eigi sér stað' á öllum tínium árs, heldur
er hún einnig alveg tillitslaus og skipulagslaus. Við
ökum hara á bílnuni eða traktornum beint af augum
um túnin og aukum hraðann til þess að komast sem
fljótast leiðar okkar og láta sem mest að okkur kveða.
Ekki kæmi mér það á óvart, þótt ástæður til þess, live
víða ber á arfa í túnum í seinni tíð, jafnvel þótt veru-
legum kaleyðum sé ekki til að dreifa, megi rekja til
þessarar meðferðar. Grasið veslast upp í hjólförum
þungu ökutækjanna, en arfinn, sem dafnar vel í þéttum
og loftlitlum jarðvegi, hreiðrar þar um sig.
Vafalaust má mikið draga tir þessum skemmdum, ef
farið er að með gát og skilningi. Túnin eru mis viðkvæm
fyrir umferð eftir árstíma, jarðvegsgerð og jarðvegs-
ástandi. Þá hefur að sjálfsögðu þungi tækja, lijólabúnað-
ur og akstursliraði veruleg áhrif. Þó er ef til vill mest
um vert að skipuleggja umferðina þannig, að leggja
ákveðnar akstursslóðir urn túnin og fylgja þeim í megin-
atriðum og að svo miklu leyti, sem unnt er. Slíkir tún-
vegir verða að sjálfsögðu gróðurlitlir og kunna að lengja
akleiðirnar nokkuð, en þeir ættu að geta takmarkað
verstu áníðsluna við tiltölulega lítið svæði og gert
umferðina öruggari og greiðari, séu þeir vel lagðir og
þeim vel við haldið.
1 æsku var mér bannað að ganga um völlinn á vorin
eftir að hann var tekinn að spretta nokkuð að ráði.
Það mátti ekki hæla niður grasið og tefja þannig
sprettuna. Ekki var ég nú mikill hógur þá samanborið
við traktor eða vöruhíl, en þó tók það stráin nokkurn
tíma jafnvel daga að rétta sig við í sporunum mínum.
Nú brosum við að þessari viðkvæmni, en þó mættum
við vel liugleiða hana, þegar við á vorin þeysum um
túnin á þungavélum í miðjum gróandanum og látum
eftir okkur fölhvítar slóðir þvert og endilangt.
Hvernig mundi kúnum okkar nýbornum líka það, eða
hlessuöum lambánum á vorin, ef við ækjum yfir þær