Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 183
SAUÐFJÁRRÆKTARFÉLÖGIN 433
Efstur á þessum lista að þessu sinni er Steingrímur
Kristjánsson, Litlu-Strönd, Sf. Mývetninga. Steingrímur
álti 107 ær á skýrslum, þær skiluðu að meðaltali 1.92
lömbum hver eða 28.9 kg af kjöti. Annar er Jón Krist-
jánsson, Skiitustöðiim, sama félagi og þriðji Þorsteinn
Geirsson, Reyðará, Sf. Lónsmanna. Af 10 efstu mönnun-
um á þessum lista eru 6 úr Sf. Mývetninga og 3 úr Sf.
Kirkjubólshrepps.
Á síðastliðnu ári voru 35 á þessum lista. Þeim liefur
fækkað niður í 31 á þessu ári, eða um 4. Þó má ætla,
að fleiri félagsmenn liafi meira en 90 ær nú en 1964—’65.
Hér kemur því fram, sem annars staðar, hinn lélegi
fallþungi Iiaustið 1966.
Gæðamat falla
Gæðamat falla var miklu lakara en liaustið 1965. Af
þeim 41.086 föllum, sem vitað var um flokkun á, fóru
29.725 eða 72.3% (80.8) í I. flokk, 8512 eða 20.7% (15.8)
í II. flokk og 2.849 eða 7.0% (3.4) í III. flokk. 1 svig-
unum eru tölur frá árinu 1964—’65. Mun betri „heimt-
ur“ eru á tölum um flokkun þetta árið en 1964—’65.
Þá vantaði alveg upplýsingar um flokkun bjá 6 sauð-
fjárræktarfélögum, nú vantaði slíkar upplýsingar aðeins
lijá tveimur sauðfjárræktarfélögum. Á þessu sviði hefur
])ví orðið framför. 1 5 sauðfjárræktarfélögum fóru minna
en 50% falla í I. flokk. Lægst var hlutfallið 28.9% falla
í I. flokk. Flokkun falla árið 1965—’66 er, eins og sést
af þessu, mun lakari en 1964—’65. Þó er rétt að bafa í
huga, að flokkun hefur aldrei verið jafn góð og 1964—’65.
Nokkrar breytingar er að sjá á starfsemi fjárræktar-
félaganna. Er liér átt við breytingar, sem flokka má
sem þróun. Er þar fyrst að nefna fækkun félaga og
félagsmanna og í öðru lagi fjölgun á ám á Iivern félags-
28