Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 193
HRÚTASÝNINGAR
443
Bœhreppingar með hrúta sína á héraðssýningu, f. v. Glanni, Borð-
eyrarbœ, Spakur, Bœ, Hrókur og Hnoðri, Laxárdal, Goði, Skálholts■
vík og Bjartur, Laxárdal. — Ljósm.: Brynjólfur Sœmundsson.
lirútar eða 47.7%. Á héraðssýningu voru valdir: Hrókur
Ragnars og Hnoðri Þorsteins í Laxárdal, er lilutu þar I.
lieiðursverðlaun, Glanni Ingva, Borðeyrarbæ, Goði Sigur-
jóns í Skálholtsvík og Spakur Þórarins í Bæ hlutu I.
verðlaun A, Bjartur, 1 v., Elísar í Laxárdal I. verðlaun B.
Til vara á liéraðssýningu voru valdir: Hengill Sigurjóns
í Skállioltsvík, Glanni Jóns í Skálholtsvík, Smári Ragnars
í Laxárdal og Hellir, 1 v., Þórarins í Bæ. Sunnan girð-
ingar í Bæjarhreppi voru nokkrir ágætir hrútar komnir
út af Hnykli X-10, sumir þeirra mjög fylltir um malir og
læri. Beztir voru þar taldir: Bjartur og Prúður Jóns og
Prúður, 1 v., Jónasar á Melum. Norðan girðingar voru
margir eldri hrútar þolslegir, sterkir og ræktarlegir, en
eins og tvævetrir hrútar yfirleitt óræktarlegir, margir
þeirra blendingsræktaðir og nokkrir lélegir gráir, mun
þó í sumum tilfellum um misheppnað uppeldi að ræða,
og í nokkrum tilfellum var of löng afturkjúka.