Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 260
510
BÚNAÐARRIT
Af veturgömlum hrútum voru taldir beztir Kubbur og
Skjöldur á Tyrðilmýri, sá síðarnefndi ættaður frá Skjald-
fönn.
Reykjarfjarðarhreppur. Þar voru sýndir 33 brútar, 30
fullorðnir, sem vógu 87.1 kg, og 3 veturgamlir, er vógu
72.0 kg, þeir fullorðnu voru nú þyngri en jafnaldrar
þeirra 1964, en sýning var lialdin það ár mun síðar að
liausti en að þessu sinni. Fyrstu verðlaun lilutu nú 18
eða 54.5% sýndra hrúta, sem er mim betri röðun en var
fyrir fjórum árum, en þá voru líka sýndir mun fleiri
hrútar. Af tvævetrum hrútum voru taldir beztir: Freyr
í Heydal, ættaður frá Reykjarfirði og Spakur á Miðhús-
um.
Sii&avíkwhreppur. Þar voru sýndir 43 hrútar, 24 full-
orðnir, sem vógu 93.8 kg, og 19 veturgamlir, er vógu 76.3
kg, báðir aldursflokkar voru þyngri en jafnaldrar þeirra
1964. Fyrstu verðlaun lilutu 16 eða 37.2% sýndra hrúta,
og er það betri röðun en var fyrir fjórum árum. Af tvæ-
vetrum lirútum var talinn beztur: Grámann Jóns í
Hattardal, ættaður frá Jóni í Álfadal. Af veturgömlum:
Verkstjóri Margrétar Þorláksdóttur, Súðavík, ættaður
frá Ragnari Þorbergssyni, Kollur Jóns í Hattardal, ættað-
ur frá Jóni í Álfadal og Bjartur Gunnars Gíslasonar í
Súðavík.
Eyrarlircppur. Þar voru aðeins sýndir 14 hrútar, 12
fullorðnir, sem vógu 99.9 kg, og 2 veturgamlir, er vógu
86.0 kg, báðir aldursflokkar voru þyngri en jafnaldrar
þeirra 1964, en mun færri lirútar sýndir nú. Fyrstu verð-
laun hlutu 5 fullorðnir eða 35.7% sýndra hrúta, sem er
lakari röðun en var 1964. Beztu hrútana áttu þeir Bjarni
í Neðri-Tungu og Hjörtur í Fagrahvammi.
Hólshreppur. Þar voru sýndir 27 lirútar, 22 fullorðnir,
sem vógu 98.8 kg, og 5 veturgamlir, er vógu 81.4 kg. Þeir
fullorðnu voru nú þyngri en jafnaldrar þeirra 1964.
Fyrstu verðlaun lilutu 13 fullorðnir eða 48.1% sýndra
hrúta, sem er lakari röðun en var 1964. Af eldri hrútum