Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 262
512
BÚNAÐARRIT
hlutu 11 eða 55.0% sýndra hrúta, sem er betri röðun en
1964, en nú mættu líka hrútar Björgmundar á Kirkju-
bóli í Yalþjófsdal og lilutu allir I. verðlaun. Beztur var
talinn Grettir Svansson Björgmundar og annar beztur
Hnoðri Svansson hjá sama eiganda. Svanur gamli mætti
einnig sjálfur og átti alls 5 I. verðlauna svni á sýning-
unni.
Þingeyrarhrcppur. Þar voru sýndir 47 lirútar, 31 full-
orðinn, og vógu þeir 93.8 kg, og 16 veturgamlir, sem vógu
80.8 kg. Þeir fyrrnefndu voru nú léttari en jafnaldrar
þeirra 1964, en þeir veturgömlu þyngri. Fyrstu verðlaun
lilutu 25 eða 53.2% sýndra lirúta, sem er lakari röðun
en 1964. Af tvævetrum hrútum voru taldir beztir Gráni
Gránason og Roði Guðmundar á Kirkjubóli, Roði ættað-
ur frá Felli í Dýrafirði. Af veturgömlum Kollur Kollsson
Þórðar í Múla og Kurfur Bítilsson Þorláks í Svalvogum,
ættaður frá Guðmundi á Hrafnabjörgum.
AiiSkúluhreppur. Þar voru sýndir 15 hrútar, 7 full-
orðnir og 8 veturgamlir, eins og áður er getið voru lirút-
arnir þyngri en jafnaldrar þeirra í öðrum hreppum
sýslunnar á þesstt hausti, að undanskilduin fullorðnum
lirútum í Mosvallahreppi, sem voru jafn þungir, og þeir
fullorðnu þyngri nú en jafngamlir hrútar í lireppnum
1964, en þeir veturgömlu heldur léttari. Fyrstu verðlaun
hlutu aðeins 5 eða 33.3% sýndra lirúta, og er það mun
lakari röðun en 1964, en engir hrútar gátu mætt úr Lokin-
liamradal að þessu sinni. Beztur var talinn af fullorðnum
hrútum Geiri Þórðar á Auðkúlu. Hrútarnir voru þokka-
legir að gerð, en ekki nógu holdfylltir yfir herdar, spjald
og aftan til á malir, fætur yfirleitt góðir.
V estur-BarðastrandarsýsIa
Sýningar féllu niður í Suðurfjarðar- og Ketildala-
hreppum. Alls voru sýndir í sýslunni 84 hrútar, 64 full-
orðnir, sem vógu 95.5 kg, og 20 veturgamlir, er vógu 77.8