Búnaðarrit - 01.06.1969, Qupperneq 264
514
BUNAÐARRIT
orðnu voru aðeins þyngri en jafnaldrar þeirra 1964, en
þeir veturgömlu léttari, og þessi sýning mun fásóttari.
Fyrstu verðlaun hlutu 12 lirútar eða 44.4% sýndra lirúta,
sem er liagstæðari röðun en 1964, en þá voru sýndir mun
fleiri hrútar. Af eldri lirútum voru taldir beztir: Blær
á Brjánslæk, Prúður í Ytri-Miðhlíð, ættaður frá Hval-
skeri, Rauðasandshreppi og Bæsi Ingva á Fossá, ættaður-
frá Skálmardal. Af hyrndum: Gassi á Yaðli, af vetur-
gömlum Grétar Blæsson á Brekkuvöllum, ættaður frá
Brjánslæk. Hrútarnir voru yfirleitt ekki ræktarlegir
(blendingar), flestir grófbyggðir, nema eldri I. verðlauna
hrútar, margir vænstu og gerðarlegustu hrútarnir of há-
fættir, sem og mikill hluti annarra hrúta, of margir gráir,
lélegir hrútar og málaknappir, léttir hrútar. Barðstrend-
ingar þurfa að leggja sig fram um hrútaval á komandi
árum.
Austui’-Barðastrandarsýsla
Sýning féll niður í Flateyjarhreppi, enda orðið fábyggt.
Alls voru sýndir 186 lirútar, 128 fullorðnir, sem vógu
92.0 kg, og 58 veturgamlir, er vógu 76.8 kg, báðir ahlurs-
flokkar voru aðeins léttari en jafnaldrar þeirra 1964.
Fyrstu verðlaun ldutu 77 eða 41.4% sýndra hrúta, sem
er mun lakari röðun en 1964, 65 fullorðnir, sem vógu
96.8 kg, og 12 veturgamlir, er vógu 84.6 kg. Hrútar voru
þyngstir í Reykliólahreppi, þeir fullorðnu 93.6 kg, og
þeir veturgömlu 79.5 kg, léttastir í Múlahreppi 90.1 kg
og 62.5 kg, sjá töflu 1.
Múlahreppur. Þar voru sýndir 15 lirútar, 13 fullorðnir
og 2 veturgamlir, háðir aldursflokkar voru nú léttari en
jafnaldrar þeirra 1964. Fyrstu verðlaun lilutu aðeins 4
fullorðnir eða 26.7% sýndra hrúta, sem er mikil afturför
frá síðustu sýningu, en nú komu engir hrútar til sýningar
frá Skálmardal, sem féll úr ábxið á árinu. Hrútarnir voru
flestir lélegir óræktarblendingar og gráir lirútar, sumir