Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 265
HRÚTASÝNINGAR
515
brjóstgrannir, aðrir bakmjóir, en fætur góðir og þeir
hvítu margir bjartleitir. Engin bið má verða á því að
bæta lirútastofninn.
Gufudalshreppur. Þar var sýndur 31 lirútur, 22 full-
orðnir, sem vógu 91.2 kg, og 9 veturgamlir, er vógu 79.1
kg, báðir aldursflokkar léttari nú en jafnaldrar þeirra
1964. Fyrstu verðlaun hlutu aðeins 9 eða 29.0% sýndra
hrúta, og er það mikil afturför frá 1964, en þá lilutu
66.7% fyrstu verðlaun. Af eldri lirútum voru taldir
beztir Doppi í Neðri-Gufudal, Óðinn á Kletti og Bjarki
í Fremri-Gufudal, fæddur að Brekku. Flestir veturgömlu
hrútarnir voru mislieppnaðir, e. t. v. sumir vegna upp-
eldis, tvævetrir hrútar ekki þroskamiklir, gamlir hrútar
jafn beztir, með sterka og góða yfirbyggingu, of margir
lélegir gráir hrútar munu hafa rýrt stofninn, sumir
hrútar nokkuð brjóstgrannir og háfættir. Heimamenn
verða að vanda vel til hrútavals á næstu árum.
Reykhólahreppur. Þar var sýndur 91 hrútur, 56 full-
orðnir og 35 veturgamlir, báðir aldursflokkar voru nú
þyngri en 1964, og þyngri en lirútar í öðrum hreppum
sýslunnar á þessu hausti. Fyrstu verðlaun hlutu 44 eða
48.4% sýndra hrúta, sem er lieldur lakari röðun en
var 1964. Sýning var haldin á þremur stöðum í lireppn-
um. Á Reykhólasýningu voru af eldri hrútum kollóttum
taldir beztir: Kvistur Gabríelsson á Tilraunastöðinni,
Zeifur (áöur Glúmur) Gabríelsson, bróðir Kvists, nú
eign Snæbjarnar á Stað, Óðinn Kvistsson, Miðhúsum,
fæddur Tilraunastöðinni, Kvistur í Árbæ, fæddur að
Stað, Zeifur Kvistsson og Grettir Sigurgeirs á Reykhólum,
báðir fæddir Tilraunastöðinni og Svalur Prinsson, Til-
raunastöðinni, af tvævetrum Þræll Kvistsson, Tilrauna-
stöðinni og af veturgömlum Freyr Þrælsson, Tilrauna-
stöðinni og Risi Snæbjamar á Stað. Af eldri hrútum
hyrndum voru lieztir Gulur Smárason Snæbjarnar á Stað
og af veturgömlum Kolur Jóns í Árbæ, ættaður frá Stað.
Á Kinnarstaðasýningu voru taldir beztir Nökkvi Snar-