Búnaðarrit - 01.06.1969, Síða 266
516
BUNADAKRIT
farason á Kinnarstöðum og Dóri í Múla, ættaður frá
Skerðingsstöðum. A Klukkufellssýningu var lirútum ekki
raðað innan verðlaunaflokka. I Reykhólahreppi eru
lirútar yfirleitt vel upp aldir og nokkuð góðir, en lítil
spjaldbreidd var áberandi og í sumum tilfellum grannt
brjóst, flestir þeir beztu ættaðir frá Tilraunastöðinni á
Reykbólum. Á sýningunni var of mikið af lélegum, grá-
um hrútum, sumir betri brútar nokkuð háfættir.
Gciradalslireppur. Þar voru sýndir 49 hrútar, 37 full-
orðnir, sem vógu 90.9 kg og 12 veturgamlir, er vógu 69.5
kg, báðir aldursflokkar voru að mun léttari en jafnaldrar
þeirra 1964. Fyrstu verðlaun hlutu 20 fullorðnir eða
40.8% sýndra hrúta, og er það mun lakari röðun en var
fyrir fjórum árum og síðri en 1960. Af eldri brútum voru
taldir beztir Kópur í Gautsdal, ættaður úr Tungusveit í
Strandasýslu, Kubbur Sigmundar í Króksfjarðarnesi,
ættaður frá Steinadal, Glaður Harðarson Júlíusar í
Garpsdal og Spakur á Bakka, af liyrndum Frosti, Hall-
dórs í Gisfjarðarmúla, ættaður frá Klúku í Steingríms-
firði. Veturgamlir lirútar voru yfirleitt vanþroska, margir
gráir, mislitir og ljótir, tvævetrir einnig beldur þroska-
litlir, og bendir það til, að vorfóðrun bafi svikið, eldri
hrútar sumir góðir, en margir full báfættir.
Dalasýsla
Þar voru sýndir 498 lirútar, 370 fullorðnir, sem vógu 95.2
kg, og 128 veturgamlir, er vógu 76.6 kg, báðir aldurs-
flokkar voru þyngri en jafnaldrar þeirra 1964. Fyrstu
verðlaun hlutu 215 eða 43.2% sýndra lirúta, og er það
mun betri röðun en var 1964, 194 fullorðnir, sem vógu
99.9 kg, og 21 veturgamall, og vógu þeir 85.7 kg. Full-
orðnir lirútar voru þyngstir í Hvammshreppi 99.6 kg og
Hörðudalshreppi 106.8 kg, en þar mættu fáir hrútar til
sýningar, léttastir í Laxárdalslireppi 92.6 kg, veturgamlir
voru þyngstir í Hvammshreppi 80.9 kg, léttastir í Skarðs-
lireppi 74.7 kg, sjá töflu 1.