Búnaðarrit - 01.06.1969, Blaðsíða 268
518
BÚNAÐARRIT
verðlaun B, til vara Spakur Skúla. Mikið um eldri hrúta
og margir hriitar gallaðir, bakmjóir, holdlausir á malir
og Ballarárlirútar sumir með skoltagalla, nokkrir þó vel
bjartir.
Fellstrandarhreppur. Þar var sýndur 61 hrútur, 48 full-
orðnir, sem vógu 95.5 kg, og 13 veturgamlir, er vógu 77.8
kg, þeir fullorðnu voru nú mun þyngri en jafnaldrar
þeirra 1964. Fyrstu verðlaun hlutu 27 eða 44.3% sýndra
hrúta, og er það miklu betri röðun en 1964, en þá hlutu
26.4% þá viðurkenningu. Á liéraðssýningu voru valdir
Prúður Guðmundar í Túngarði, ættaður frá Breiðabóls-
stað og Smári Freysson Kristjáns á Hellu, ættaður frá
Hóli í Hvammshreppi og hlutu háðir I. verðlaun A,
Sólon Hnykilsson og Kragi, 1 v., Halldórs á Breiðabóls-
stað hlutu I. verðlaun B, Sólon er ættaður frá Sóllieimum
í Laxárdal. Til vara á liéraðssýningu voru valdir Glanni
Halldórs, 1 v., Hæll Hælsson Jóns á Hallsstöðum, ættaður
frá Breiðabólsstað og Roði Barkar á Orrahóli. Hrútar
voru nokkuð jafnir að gæðum og fáir mjög háfættir, eða
illa gallaðir, sumir þó ullarslæmir (gulir) og nokkrir
bakmjóir. Þyngri hrútar með fullgrannar kjiikur.
Hvammshreppur. Þar voru sýndir 54 hrútar, 42 full-
orðnir og 12 veturgamlir, báðir aldursflokkar voru þyngri
en jafnaldrar þeirra í öðrum hreppum sýslunnar á þessu
hausti að Hörðudalshreppi undanskildum, en þar var
fásótt sýning, og þyngri en jafnaldrar þeirra í hreppnum
1964. Fyrstu verðlaun hlutu 29 eða 53.7% sýndra hrúta,
sem er heldur betri röðun en var 1964. Á liéraðssýningu
voru valdir Sómi Bærings, Hnoðri Freysson Jóns og
Sléttbakur Áma á Hóli, og hlutu allir I. heiðursverðlaun
og röðuðust þar í 3., 4. og 6. sæti. Freyr Magnúsar í
Glerárskógum og Fífill, 1 v., Guðmundar í Magnús-
skógum hlutu I. verðlaun A, til vara Fífill Magnúsar á
Ketilsstöðum og Sómi, 1 v., Kristjáns í Hóluni, ættaður
frá Glerárskógum. Hrútarnir vom yfirleitt þungir, hold-
góðir og nokkuð ræktarlegir, hymdir jafnari en koll-