Búnaðarrit - 01.06.1969, Side 274
524
BÚNAÐARRIT
orðnir, sem vóf'u 90.4 kg, og 24 veturgamlir, er vógu 76.8
kg og voru því nokkru þyngri en jafnaldrar þeirra 1964,
en þeir fullorðnu voru nú aðeins léttari. Fyrstu verðlaun
lilutu 46 eða 63.9% sýndra hrúta, og er það betri röðun
en 1964. Á liéraðssýningu voru valdir Þröstur Kútsson
Ársæls, Ytra-Lágafelli, ættaður frá Hjarðarfelli, Hrani
Ársæls og Frosti Laxason Guðbjarts á Hjarðarfelli, er
hlutu allir I. Jieiðursverðlaun og skipuðu 3., 6. og 7. sæti
í þeim verðlaunaflokki, Roði Humalsson Páls á Borg,
ættaður frá Hjarðarfelli og Loki Svansson, Bjama á
Stakkhamri, ættaður frá Bjarnarhöfn hlutu I. verðlaun
A, Jökull Hranason, Ytra-Lágafelli og Ófeigur Kristjönu
á Stakkhamri, 1 v., ættaður frá Dal hlutu I. verðlaun B,
til vara Gvendur Gunnars í Borgarholti, ættaður frá
Gaul.
Eyjahreppur. Þar voru sýndir 42 hrútar, 31 fullorðinn,
og vógu þeir 94.0 kg, og 11 veturgamlir, sem vógu 73.8
kg. Þeir fyrrnefndu voru nokkru þyngri og þeir vetur-
gömlu heldur þyngri en jafnaldrar þeirra 1964. Fyrstu
verðlaun hlutu 25 eða 59.5% sýndra lirúta, og er það
mun hetri röðun en var á sýningu fyrir fjórum árum. Á
liéraðssýningu voru valdir Goði og Spakur Kúðasynir
Guðmundar á Höfða og Kláus Sindrason Helga í Hrúts-
holti, ættaöur frá Mýrdal, er Jilutu allir L lieiðursverð-
laun. Goði efstur í röð og þar með talinn bezti einstakl-
ingurinn á héraðssýningunni, Kláus annar beztur og
Spakur fjórði í röð, Litli Guðmundar í Dalsmynni, ætt-
aöur frá Læk hlaut I. verðlaun A og Klaufi Sveipsson
Helga í Hrútsliolti, ættaður frá Rauökollsstööum I. verð-
laun B. Enn er Dvergs- og Höfðablóð ríkt í gæðum hrúta
í Eyjalireppi.
KolbeinsslaSahreppur. Þar voru sýndir 63 hrútar, 42
fullorðnir, sem vógu 90.0 kg, og 21 veturgamall, og vógu
þeir 73.3 kg, báðir aldursflokkar voru nú aðeins léttari
en jafnaldrar þeirra 1964, og voru þó sýndir færri lirútar
að þessu sinni. Fvrstu verðlaun lilutu 34 eða 54% sýndra