Búnaðarrit - 01.06.1969, Síða 297
AFKVÆSIASÝNINGAR Á SAUÐFÉ 547
orðnu synirnir og ilóttur- og sonarsynir ágætir I. verð-
launa hrútar.
Oddi 76 hlaut þriSja sinn I. verSlaun fyrir afkvœmi.
B. Bolli 93 Hjalta Guðmundssonar í Bæ er heimaalinn,
f. Svanur 40, m. Drottning 567. Bolli er livítur, kollótt-
ur, þéttvaxinn og samanrekinn með ágæta frambyggingu,
bak, malir fram og læraliold, en vantar fyllingu aftast
á malir, ullin vel livít, en mikið um hvítar illhærur
(merghár). Bolli var 3. í röð lieiðursverðlauna lirúta á
liéraðssýningu í Strandasýslu 1966. Afkvæmin eru hvít,
kollótt, mörg með livítar illliærur, þroskamikil, en frem-
ur grannfætt og vantar mörg fyllingu aftast á malir,
ekki öll samstæð að gerð og byggingu, tvævetru synimir
þroskamiklir, en ekki óaðfinnanlegir I. verðlauna hrútar,
eitt hrútlambið álitlegt lirútsefni.
Bolli 93 hlaut II. verSlaun fyrir afkvœmi.
C. Nökkvi 97 Hávarðar Benediktssonar í Árnesi var sýnd-
ur með afkvæmum 1966, sjá 81. árg., bls. 291. Afkvæm-
in eru livít, kollótt, samanrekin, þéttvaxin og vöðvafyllt,
mörg með hvíta og góða ull eins og faðirinn, sem er al-
hvítur, önnur nokkuð gul. Fullorðnu synirnir em allir
ágætir I. verðlauna hrútar, Roði metfé, lirútlömbin snot-
ur hrútsefni, flestar gimbrarnar góð ærefni, æmar vel
frjósamar og ágætar afurðaær, kynfesta mikil.
Nökkvi 97 hlaut nú I. verSlaun fyrir afkvœmi.
D. Þöngull 87 Benedikts Valgeirssonar í Árnesi var einn-
ig sýndur með afkvæmum 1966, sjá 81. árg., bls. 291.
Fullorðnu synirnir em geðugir hrútar hver í sínum
verðlaunaflokki, hrútlömbin líkleg lxrútsefni, gimbrar-
lömhin flest álitleg ærefni, æmar flestar vel gerðar, aðr-
ar lakari, ekki frjósamar, en gefa þung sláturlömb, mörg
afkvæmin með vel hvíta og flest með mikla ull.
Þöngull 87 hlaut II. verSlaun fyrir afkvœmi.