Búnaðarrit - 01.06.1969, Page 301
AFKVÆ MASÝNINGAR Á SAUÐFÉ
551
góð. Kvikk, 5 v., var talinn bezti hrúturinn á sýningunni
1966, og Drengur stóð nr. 3 af þriggja og fjögurra vetra
hrútum 1968. Þeir liafa báðir ágæta ull og góð læraliold.
Hrútlömbin eru sæmileg hrútsefni. Ærnar, dætur Sperrts,
eru klettþungar, bollangar og hafa reynzt góðar mjólkur-
ær. Gimbrarlömbin eru álitleg ærefni. Sperrtur hefur
gefið þyngri sláturlömb en aðrir lirútar á búinu.
Sperrtur X-23 hlaut II. verSlaun fyrir afkvcemi.
Austur-Barðastrandarsýsla
Þar voru sýndir 3 afkvæmaliópar, einn með hrút og
tveir með ám í Reykhólahreppi, sjá töflu 9 og 10.
Tafla 9. Afkvæmi Kvists 17, Tilraunastöðinni, Reykhólum
1 2 3 4
Faðir: Kvistur* 17, 5 v 106.0 114.0 25.0 134
Synir: 4 hrútar, 2-4 v., I. v 101.0 110.2 24.5 138
4 hrútl., einl 51.2 85.2 19.6 128
Dætur: : 9 ær, 2-4 v., 7 tvíl 61.7 93.9 19.5 133
1 ær, 1 v., mylk 59.0 92.0 20.5 132
6 gimbrarl., 5 tvíl 35.2 74.7 17.1 120
Kvistur 17, eigandi Tilraunastöðin, Reykhólum, er lieima-
alinn, f. Gabríel 5, sem hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi
1964, sjá 78. árg., bls. 426, m. 168. ICvistur er kollóttur,
alhvítur, en með fremur grófa og nokkuð merghærða
ull, hann hefur sterkt og frítt liöfuð, sterka fætur og
ágæta fótstöðu, frambyggingu, malir og læraliold, en er
ekki lioldmikill á bak, Kvistur var á lireppasýningu 1968
í 1. og 2. sæti beztur af fullorðnum hrútum. Afkvæmin
eru hvít, kollótt, mörg alhvít, önnur gulhvít á liaus og
fótum, en lítið hærð í ull, þau allivítu fríð og þróttleg,
afkvæmin yfirleitt þéttbyggð og þróttleg, með vel gerð-
ar rnalir og allgóð lærahold, en sum upphryggjuð og
nokkuð háfætt, þrjú hrútlömbin líkleg hrútsefni, gimbr-
arlömbin flest líkleg ærefni, ein gimbrin ágæt, fullorðnu