Búnaðarrit - 01.01.1978, Blaðsíða 123
SKÝRSLUH STARFSMANNA
107
Aðalfundur var haldinn í Borgarnesi 24. apríl. Leif-
ur Kr. Jóhannesson hætti störfum sem gjaldkeri, en
Haukur Sveinbjörnsson, hóndi, Snorrastöðum, tók við.
Á Leifur að baki mikil og mótandi störf við hrossa-
ræktarsambandið um langan tíma, cn ráðdeild hans
og dugnaði er jafnan viðbrugðið.
Héraðssýning var haldin að Faxaborg 10.—17. júlí.
Voru sýnd þar kynhótahross, 13 stóðhestar og 42 hryss-
ur, þar af tvær með afkvæmum. Dómnefnd skipuðu,
auk mín, ráðunautarnir Leifur Kr. Jóhannesson og
Heynir Sigursteinsson. Þá var Guðmundur Pétursson
okkur lil aðstoðar, mældi öll hrossin, lók á fótum o. fl.
Dalamenn munu nú ganga úr sambandinu, þar sem
þeir hafa stofnað eigið samhand.
Á Ströndum voru haldnar tvær héraðssýningar 12,-
14. ágúst á Hólmavík og í Bæ í Hrútafirði. Voru sýnd
20 hross, 1 stóðhestur og 19 hryssur, þar af ein með
afkvæmum. Dómnefnd skipuðu, auk mín, þeir Brynj-
ólfur Sæmundsson, ráðunautur, og Árni Daníelsson
frá Tröllatungu á Hólmavík, en í Hrútafirði, auk okk-
ar Brynjólfs, Georg Jónsson, bóndi á Kjörseyri.
Afkvæmarannsakaðir voru stóðhestarnir Bægifótur
(540 frá Gullherastöðum og Ófeigur >S18 l'rá Hvann-
eyri, háðir í eigu sambandsins. Var það gert á Tungu-
læk. Afkvæmi Bægifótar voru 6 í rannsókninni og 2
tamin annarsstaðar komu í úttektardóm, flest aðeins á
4. vetri. Stærðin er næg. Þau eru fremur stórskorin
og gleðilítil og viðkvæmni gælir. Háls er djúpur, drag
er í makka og höfuðburður framsettur. Herðar eru
skarpar, bak allgolt, en lend of há, stutt, ávöl og áslaga.
Fætur sterkir, en dálitið snúnir. Vilji álitlegur, fer
trúlega vaxandi með árum og allur gangur rúmur.
Fótaburður er misjafn. Meðaleinkunn f. hyggingu 7,33
slig og f. hæfileika 7,19, meðaltal 7,2(5.
Niu afkvæmi Ófeigs 918 voru tamin í 8 vikur. Meðal-