Búnaðarrit - 01.01.1978, Blaðsíða 462
446
BÚNAÐARRIT
hverja skýrslufærða á, en þessi félög eru: Sf. Djúpár-
hrepps, 31.9 kg (138 ær), Sf. Víkingur, 31.3 kg (179
ær), Sf. Von, 30.2 kg (1291 ær), Sf. Sléttunga, 30.2 kg
(966 ær), og Sf. Staðarhrepps, 30.1 kg (342 ær). Af-
urðir eru lægstar i Sf. Hraunhrepps, aðeins 15.4 kg af
dilkakjöti eftir hverja skýrslufærða á.
í töflu 3 er birt skrá yfir þá félagsmenn, sein fram-
leiða 30 kg af dilkakjöti eða meira eftir hverja skýrslu-
færða á. Samtals eru það 75 félagsmenn, sem ná þessu
marki. Mestar eru afurðir hjá Árna Magnússyni, Háa-
lundi 2 á Akureyri, en hann er með 40 ær skýrslu-
færðar, sem skila til jafnaðar 37.8 kg. Björn Karlsson,
Smáhömrum, Sf. Kirkjubólshrepps, er fjórði í röðinni
með 244 ær, scm skila til jafnaðar 35.8 kg af kjöti.
Björn fær lil nytja 186 lömb eftir hverjar 100 ær.
Leifur Þórarinsson, Keldudal, Sf. Rípurhrepps, er með
166 ær á skýrslu, sem skila lil jafnaðar 34.9 kg af
kjöti, en eftir hverjar 100 ær koma 172 lömb til nvtja,
þannig að meðalfallþungi dilkanna er mjög hár. Páll
Traustason á Grund, Sf. Kirkjubólshrepps, fær til jafn-
aðar 33.5 kg af kjöti eftir 250 skýrslufærðar ær. Af
skýrsluhöldurum, sem áttu 100 ær eða fleiri á skýrsl-
um voru 190, sem haustið 1976 framleiddu 25 kg af
dilkakjöti eða meira eftir hverja skýrslufærða á. Af
þeim eru 27, sem framleiða 30 kg eða meira, og er
að finna í töflu 3. Fyrir aðeins fimm til sex árum
voru aðeins örfáir félagsmenn, sem náðu þessu marki.
V. Givðamat falla. Gæðamat var skráð á 124427 föll-
um. Af þeim fóru 106610 í I. gæðaflokk, 13891 í II.
gæðaflokk og 3926 i III. gæðaflokk. Þetta mun hæsta
hlutfall í I. gæðaflokk, sem nokkru sinni hefur verið,
en haustið 1SI75 var hlutfallsskipting í gæðaflokka sú
sama og nú.
V/. Kjöthlutfall 90963 lamba, sem hafa verið um-
reiknuð í tvilembingshrúta, reyndist 41.1%. Þetta er