Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 27
Skýrsla
um störf Búnaðarfélags íslands 1981
Sljórn felagsins.
Búnaðarþing kýs stjórn Búnaðarfélags íslands á fjögurra ára
fresti á fyrsta Búnaðarþingi hvers kjörtímabils. Síðast fór
stjórnarkjör fram 1979, og þá voru kosnir: Ásgeir Bjarna-
son, bóndi, Ásgarði, sem er formaður félagsins, Steinþór
Gestsson, bóndi og alþingismaður, Hæli, ritari , og Hjörtur
E. Þórarinssin, bóndi, Tjörn. Varamenn stjórnarinnar voru
kosnir: Magnús Sigurðsson, bóndi, Gilsbakka, Siggeir
Björnsson, bóndi, Holti, og Jón Helgason, bóndi og alþing-
ismaður, Seglbúðum. Stjórnin ber ábyrgð gagnvart Búnað-
arþingi á þcim samþykktunr og ákvörðunum, sem Búnaðar-
þing gerir á hverjum tíma.
Stjórn félagsins hélt 23 fundi á árinu og bókaði 250 álykt-
anir um einstök erindi og mál á þeim fundum.
Endurskoðendur reikninga félagsins eru Sigurður J.
Líndal, Lækjamóti, kosinn af Búnaðarþingi, ogGuðmundur
Sigþórsson, deildarstjóri, tilnefndur af landbúnaöarráðu-
neyti.
Starfsmenn og starfsgreinar.
Hér veröur getið starfsfólks Búnaðarfélags íslands, verk-
sviðs hvers og eins og þeirra breytinga, sem orðið hafa á
árinu.
í skýrslum einstakra starfsmanna hér á eftir kemtir nánar
fram verkaskipting og að hvaða störfum hver og einn jiefur
einkum unnið.