Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 269
BUNAÐAUÞING
243
er orðið að koma á fóðurtilraunum með innlent fóður sem
uppistöðu í fóðri handa mjólkurkúm og öðrum nautgripum.
Engin viðunandi aðstaða er nú fyrir hendi til þess að gera
slíkar tilraunir.
Reglur um þessar lánveitingar er eðlilegt að setja að
fengnunt tillögum stjórnar Rannsóknastofnunar landbún-
aðarins og skólastjóra bændaskólanna, þar sem gerð væri
grein fyrir þeirri starfsemi, sem fyrirhuguð er á viðkomandi
tilraunastöð og/eða skóla og hvaða aðstöðu sú starfsemi
krefst á sviði útihúsabygginga.
Nauðsynleg uppbygging er undanfari þess, að hægt sé að
efla stöðvarnar faglega séð, þ. e. ráða þangað nauðsynlegan
mannafla og skapa það rekstrarform, sem tryggir, svo sem
unnt er, örugga framkvæmd tilrauna.
I því sanibandi má benda á, að nauðsynlegt er, að á til-
raunastöðvunum séu staðsettir sérfræðingar, sem annast
viðkomandi tilraunir. Ennfremur, að þar starfi bústjórar,
sem annast daglega verkstjórn og fjármál tilraunabúanna í
samráði við hlutaðeigandi rekstraraðila, en til álita kemur,
að það séu búnaðarsamtökin í viðkomandi landsfjórðung-
um.
Mál nr. 30 og 48'
Erindi Stefáns Halldórssonar o. fl. um raforkukaup skóla og
erindi Búnaðarsambands Kjalarnesþings um verðjöfnun á
orkuverði og nýtingu hennar.
Málin afgreidd með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 23 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að beita
sér fyrir því, að rafmagn til skóla í dreifbýli fáist með sem
hagstæðustum kjörum, t. d. eftir markmælingu.
Jafnframt felur þingið stjórn Búnaðarfélags íslands að
hlutast til um við ríkisstjórn og Alþingi, að hið bráðasta verði
komið á sem jöfnustu orkuverði, hvar sem er á Iandinu, þar á