Búnaðarrit - 01.01.1982, Page 271
BÚNAÐAR l>ING
245
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 22 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að láta
sauðfjárræktarráðunaut félagsins kanna, hvort unnt sé að
gera tilraun með framleiðslu sauðaosta. Jafnframt leiti
stjórnin eftir því, hvort fáanlegt er fé úr Framleiðnisjóði
landbúnaðarins ti! að standa undir kostnaði við slíka tilraun,
þar með talin öflun kunnáttu í þessari ostagerð, ef til kæmi.
Vísað til greinargerðar með erindinu.
Greinargerð með erindinu:
ilgangurinn með því að setja fram hugmynd um að hefja
að nýju ostagerð úr sauðamjólk er einkum tvíþættur:
Að kannað verði, hvort unnt er:
1 • að renna enn einni stoð undir íslenska sauðfjárrækt og
um leið íslenskan landbúnað.
2- að auka fjölbreytni í íslensku ostaframboði með tilliti til
þess, að ekki er heimilt að flytja inn í landið mjólk eða
mjólkurvörur.
Margir kannast við hinn franska ost Roquefort, en hann er
gerður úr sauðamjólk. Framleiðsla þessa osts er í samnefndu
héraði í Frakklandi og halda bændur þar um 800 þús. fjár í
þessu skyni. Sömuleiðis er talið, að framleidd séu um 16.000
tonn af osti í héraðinu á ári.
bess má geta, að Norðmenn hófu tilraunir með ostafram-
eiðslu úr sauðamjólk 1979, og Ný-Sjálendingar cru sömu-
■eiðis komnir af stað með slíkar tilraunir.
falið er, að ekki þurfi nema 4,0—4,5 kg af sauðamjólk til
aö framleiða 1,0 kg af osti.
Hugmyndin er sú, að þessi framleiðsla yrði nokkurs konar
eitnilisiðnaður, þannig að ysting yrði á bænum, þar sem
nijólkin er framleidd.
bótt 1 jóst sé, að hér getur aðeins verið um að ræða verkefni
yrir örfáa bændur, teljum við réttlætanlegt, að þessi tilraun
SL Serð. Flér yrði um að ræða framleiðslu í svo smáum stíl og