Búnaðarrit - 01.01.1982, Side 236
210
BÚNAÐARRIT
raunar nokkuð stærri en upphaflcga var ætlað, en eftirtaldir
tóku þátt í störfum hans.
Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri,
Halldór Árnason, Búnaðarfélagi Islands,
Ketill A. Hannesson, Búnaðarfélagi íslands.
Jóhann Ólafsson, Búnaðarfélagi íslands,
Jón Viðar Jónmundsson, Búnaðarfélagi Islands,
Pétur Hjálmsson, Búnaðarfélagi Islands,
Árni Jónasson, fulltrúi Stéttarsambands bænda,
Gísli Karlsson, fulltrúi Bændaskólans á Hvanneyri,
Ævarr Hjartarson, fulltrúi héraðsráðunauta.
Á fyrsta fundi, sem haldinn var 14. júlí 1981, var Ketill A.
Hannesson kosinn formaður og Jóhann Ólafsson ritari. Alls
voru haldnir sjö formlegir fundir, en auk þess voru nokkrir
óformlegir fundir vegna undirbúningsvinnu við samstarfs-
verkefni það, sem lýst er í 5. lið greinargerðar.
Einn fundur var haldinn á Akureyri, og mættu á honum
Ketill A. Hannesson, Jóhann Ólafsson, Jón Viðar Jón-
mundsson og Ævarr Hjartarson. Var þar rætt við tvo ey-
firska bændur, sem halda búreikninga, Birgi Þórðarson,
Öngulsstöðum II og Pétur Ó. Helgason, Hranastöðum.
Voru þeir beðnir að segja álit sitt á búreikningum eins og
þeir eru nú, og komu fram ýrhsar ábendingar um kosti þeirra
og galla.
Einnig var rætt við Gunnar Hallsson, tölvufræðing og
Magnús Gauta Gautason, skrifstofustjóra hjá K.E.A. Var
rætt við þá um möguleika á samvinnu K.E.A. og Bú-
reikningastofunnar, og var lagður grundvöllurinn að sam-
starfsverkefni því, sem áður getur.
Greinargerð og tillögur starfshópsins fylgja hér með.
Greinargerð
1. Vcrkefni starfshópsins.
Samkvæmt ályktun Búnaðarþings 1981 á þskj. 76 sbr. einnig
þskj. 12, skyldi starfshópurinn vinna að könnun og tillögu-