Búnaðarrit - 01.01.1982, Síða 162
136
BÚNAÐARRIT
2. Vistanir útlendinga.
Það byrjaði árið 1947. Þá höfðu samband við mig ýmsir
Danir, er ég hafði þekkt um áraröð, og vildu frétta um
atvinnumöguleika við landbúnaðarstörf á íslandi, en ungt
fölk þar hafði hug á að leita til annarra landa eftir innilokun
öll stríðsárin. Strax á umræddu ári komu hingað á mínum
vegum nokkrir tugir danskra ungmenna, sveitafólk, sem
greiðlega gekk að útvega vinnu ísveitum. Næstu árin vistaöi
ég stækkandi hópa frá ári til árs, sumt í ársvistir, en annars
um sumartímann. Þrátt fyrir að árið 1949 komu hingað á
vegum I3únaðarfélags íslands um 250 manns frá Þýskalandi,
skiptu þeir mörgum tugum útlendingarnir, og sérstaklega
Danir, sem ég hafði meðalgöngu um að vista þá og næstu ár.
Svo var það árið 1952 að stjórn Búnaðarfélagsins beindi
þeim tilmælum til mín, aö ég annaðist þetta á þess vegum og
bætti því við önnur störf mín. Hafði ég svo þetta með hönd-
um að öllu leyti uns Ingólfur Þorsteinsson réðist til félagsins
að Ráðningarstofu landbúnaðarins m. fl., að hann tók að
mestu við þessu ásamt Guðmundi Jósafatssyni, en ég hafði
þar aðeins yfirumsjón. En snemma árs 1980 óskaði ég eftir
að vera leystur frá hlutverkinu. Svo var það í apríl 198 1 að
búnaðarmálastjóri kom til mín og mæltist til að ég annaðist
vistráðningar útlendinga fyrst um sinn eða einhverja
mánuði, en um þær mundir bárust mörg bréf frá ungu er-
lendu fólki, sem hingað vildi koma til starfa og sumt til að
læra íslensk störf, sérstaklega við sauöfjárrækt.
Vistanir útlendinga cru nú yfirleitt til 6 mánaða, í nokkr-
um tilvikum til þriggja mánaða, en mjög sjaldan cr um að
ræða ársvistir.
Að venju náðu vistanir til fólks af ýmsu þjóðerni, en
langflestir, eöa meira en helmingur, voru ungmenni frá
Norðurlöndum, enda fékk ég frá félagsmálaráðuneytinu, í
gegnum Útlendingaeftirlitið, tilmæli um að ráða fólk þaðan
fyrst og fremst og þess krafist, að allir sæktu um atvinnuleyfi,