Heilbrigðismál - 01.01.1950, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.01.1950, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Englendingarnir, Cruickshank og Smith, fundu salmonellasýkla í 3 af 133 dúfum (2,25%). S.l. sumar sýktust 40 hjúkrunarkonur við St. Bartholomeus spít- alann í London skyndilega af niðurgangi og fjiildi sjúklinga á spítal- anum samtímis. í Ijós kom, að tveim dögum áður hafði verið mat- reiddur búðingur, sem í voru 2000 andaregg. í saur sjúklinganna fannst salmonella typhi murium. Sýklarnir geta borizt með andar- eggjum og var það vitað áður. Sem betur fer eru slíkar sýkingar óþekktar frá hænueggjum. (Brit. Med. J. 3. des. 1949). Beinkröm I skammdeginu, þegar sólin sést varla vikum og mánuð'um saman, líða allir, ungir og gamlir, meira og minna af sólarleysi. Manninum er ekki eðlilegt að hylja sig allan í fötum, svo að sólin komist ekki að hörundi hans, sem þarf hæfilegs sólskins með til þess að geisla fitu- efni hörundsins, og segir sig sjálft að ekki bætir það úr, að búa í landi þar sem sólar gætir lítt í heilan ársfjórðung. Þegar sólin svo bregst, þegar hún á að skína, eins og s.l. sumar, sem var sólarlaust rigninga- suinar um mikinn hluta landsins, er sérstaklega hætt við að myrkurs- ins gæti í mannfólkinu. Vér, sem þetta land byggjum, eigum eftir að' læra það, að sólarleysið er eitt af því sem háir oss mest, og jafnframt, að tiltölulega er auðvelt að bæta úr ljósleysinu. Beinkröm gerir mest vart við sig hjá þeim sem vaxa mest, þ. e. börnum á 1. ári. Barnið verður óvært og lystarlítið, bein þess linast og aflagast, einkum höfuðbein og rifbein, en ef meiri brögð verða að, gætir þess einnig á ganglimum, aðallega um ökla og hné, oftast þannig að barnið verður innskeift eða hjólbeinótt eða hvort tveggja. Aðalorsökin er truflun á kalkefnaskiftum, í sambandi við fosfór, en hvort tveggja er nauðsynlegt til að móta heilbrigð bein. I kornmat er tiltölulega mikið af fytinsýru, og er mest af henni í ytri lögum kornsins, sem eru fjarlægð með hýðinu, áður en rúgur og hveiti er malað. I haframjöli, þar sem allt kornið er notað, án þess að nokkuð' fari með hýðinu, er sérstaldega mikið af fytinsýru. Þessi sýra myndar óuppleysanleg sambönd með kalki og missist við það verð- mætt kalk úr fæðunni. Af þessum sökum ráða margir frá því að halda hafragraut að bömum, vegna þess hve mikil fytinsýra er í honum. Svipað gildir um heilhveitibrauð, þótt fytinsýran sé minni í þeim og minnki við bakst- urinn. Án þess að vilja hvetja menn almennt til að hætta að borð'a hafragraut, held ég að ekki sé ofmælt þótt ég segi að margir hafi of- trú á honum og að börnin geti þrifizt mætavel án hans. Ef þess er kostur, er betra að gefa barninu egg á morgnana heldur en hafragraut.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.