Heilbrigðismál - 01.01.1950, Page 5
FRÉTTABRÉF UM HEELBRIGÐISMÁL
5
Hverjum er hœttast við beinkröm?
Engum eins og börnum á fyrsta ári, sem fæðst hafa fyrir tímann,
ófullburða. I börnum, sem fæðast 2 mánuðum fyrir tímann, eru að-
eins um 8 grömm af lcalki í beinunum, en í fullburða börnum eru um
24 grömm. Reynslan hefur einnig sýnt, að' ófullburða börn þurfa sér-
lega nærgætinnar meðferðar til þess að þeim verði forðað frá bein-
kröm.
Bezta vörnin gegn beinkröm er að hafa barnið á brjósti og geisla
það með útfjólubláum Ijósum, sem eru voldugasta beinkramarmeðalið.
Kúamjólk er 4 sinnum kalkmeiri en brjóstamjólk, en brjóstamjólk-
in notast samt betur og færir barninu nægt kalk, svo framarlega sem
ekki skortir kalk í fæðu móðurinnar og engin þurrð er á mjólkinni.
Barnið fær þörf sína ef það fær daglega a. m. k. 175 cc af brjóstamjólk
á hvert kílógramm líkamsþunga síns. I brjóstamjólk eru aðeins 30 ctg
af kalki í hverjum lítra, en það er nóg fyrir barnið, svo framarlega
sem það fær nægilegt D-vítamín, annað hvort í mjólkinni eða öðru-
vísi. Nú er það svo, að yfirleitt er mjög lítið D-vítamín í brjóstamjólk,
og oftast ekkert. Kramer rannsakaði 1941—1942 brjóstamjólk úr 21
konu og fann D-vítamín aðeins í 3. Sennilega yrði útkoman enn verri
hér. Þess vegna er nauðsynlegt að gefa ungbörnum hér Ijós, D-vítamín
eða ufsalýsi, jafnvel þótt þau sé á brjósti.
Algengt er að of miklum mat sé troðið' í börnin. Það er eins og
mæðurnar haldi að ekki geti orðið of mikið af því góða og að börn
geti aldrei borðað of mikið. En þess ber að gæta að engum hættir eins
mikið við beinkröm og börnum, sem eru feit af ofeldi.
Ef ungbörnum er gefið mikið af grautum (hrísgrjón, hafragrjón
o. s. frv.) og kartöflum, er hætt við að þau fái of mikið af kolvetnum,
sem hleypa gerð í garnirnar, svo að þau verða vindmikil og þeim
hættir við niðurgangi, sem er hættulegur fyrir ungbörn, vegna þess
hve þau missa mildð kalk og þorna upp, svo að beinkramarhættan
eykst til muna. Gott skyr og saxað kjöt, lifur eða kjötsafi (nýsoðinn, en
eklci gamall og gruggugur) er miklu betri næring fyrir barnið. T kjöt-
inu er járn, sem barnið þarfnast, en börn, sem alin eru of lengi á mjólk
og skyri, sem er ágæt næring að öðru leyti en því að járnið vantar,
verða blóðlítil.
Segja má, að þrennt sé það sem hættast er við að ungbarnið vanti:
D-vítamín, jám og C-vítamín. Af þessu þrennu er langalgengast að
barnið líði skort á D-vítamíni, en það er einmitt það sem barnið
þarfnast mest til að halda heilsu. D-ví'tamín er í lýsi, meira í ufsa-
lýsi heldur en þorskalýsi. Útfjólublá Ijós breyta húðfitu barnsins í
D -vítamín og verka því venjulega enn betur en lýsi.
Svíar hafa nýlega tekið upp á því að bæta D-vítamíni út í mjólk.
Víst er að hér væri mikil þörf á því, og þar sem góðar mjólkurstöðv-