Heilbrigðismál - 01.01.1950, Page 7
PRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL
7
Pasteurstofnunina í París, að læknir, sem var að gera tilraunir með
botulismus-toxin, dó af eitrinu, sem hann var að vinna með. Hann
skildi ekkert í því sjálfur hvernig hann gæti hafa fengið eitrið ofan
í sig. Loksins gat hann leyst gátuna, áður en hann dó: Hann var með
alskegg og hafð'i strokið skeggið með höndunum. Auðvitað hafði hann
ávallt þvegið sér áður en hann fór af rannsóknastofunni, en hann hafði
strokið skegg sitt undan og eftir þvottinn og ekki gætt þess að gera
ráð fyrir eitrinu í skegginu, svo að sú ögn sem komst af fingrum hans
á munn og varaslímhúð, með sígarettum og mat, var nægileg til að
valda honum bana.
Mönnum hefur reiknast svo til, að 100 grömm af þessu eitri væri
nægilegt til að drepa alla Lundúnabúa. Ef ein fingurbjörg af slíku
eitri fullsterku lcæmist í Gvendarbrunna, væri það nóg til þess að
drepa hvert mannsbarn í Reykjavík.
Það er engin furða þótt hernaðarþjóðirnar hafi gert miklar rann-
sóknir á þessu eitri með það fyrir augum að nota það í stríði. Vitan-
legt er að mörg kílógrömm eru til af því, vel geymd, til notkunar
ef einhverjum stjórnmálaglæpamanni dettur í hug að nota það í næsta
styrj al darbrj álæði.
Atómorkulækning á íslandi
Fyrsta tilraun hér á landi til að lækna sjúkdóm með atómorku
var gerð í Rannsóknastofu Iíáskólans við Barónsstíg 2. febrúar 1949.
Sjúklingurinn var fullorðinn maður, sem liafði sjaldgæfan sjúkdóm,
sem á læknamáli heitir polycythæmia. Hann er fólginn í því, að of
mikið myndast af rauðum blóðkornum, svo að blóðið verður of þyklct
og getur verið hætt við' að æðar stíflist af þeim sökum, einkum í
heilanum. Sjúklingurinn verður dökkrauður í andliti. Þessi sjúklingur
var orðinn lítt vinnufær og leið illa.
Atómorkulyf var pantað frá Ameríku til að gera tilraun til að
lækna þenna sjúlding. Það er geislavirkt fosfór, sem missir geislaverk-
un sína smám saman, og tapast hálf geislaorkan á liálfum mánuði.
Með fyrirgreiðslu íslenzka konsúlsins í New York, Hannesar Kjart-
anssonar, tókst að fá lyfið nógu fljótt flugleiðis, og þegar hingað kom
mældi Þorbjörn Sigurgeirsson, atómorkufræðingur, geislamagn lyfsins,
og eftir því var skammturinn reiknaður út, sem síðan var dælt inn
í æð á sjúklingnum. Lyfið er litlaus vökvi, sem lítur út eins og vatn.
Mjög þarf að fara gætilega með það til að forðast geislunina. Glasið
var í steinsteyptri öskju og langt band á því til að taka það' með,
en bannað að snerta glasið og tappann nema með töngum og gúmmí-
hönzkum.
Lyfið verkar þannig, að hið geislamagnaða fosfór sezt í beinin og
merg þeirra, þar sem rauðu blóðkornin myndast. Geislamagnið er haft