Heilbrigðismál - 01.03.1951, Page 2

Heilbrigðismál - 01.03.1951, Page 2
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 2 jafnaði á þessum stöðum. En skynsamastir eru Kínverjar, sem taka í höndina á sjálfum sér, þegar þeir heilsast. Sennilega hafa þeir lært af reynslunni, að ekki er hollt handabandið' þegar kóleran gengur, þótt ekki hafi þeir getað vitað það sem menn vita nú, að kóleru- sýklar eru oft á höndunum, þegar sú farsótt gengur. En hvað kemur þetta okkur við hér úti á Islandi? munu margir spyrja. Jú, þetta kemur okkur við, blátt áfram vegna þess að við emm háðir sömu lífslögmálum og aðrir, en hvemig sem við liíum í trássi við landslögin, þá getum við' ekki smeygt okkur undan lög- málum lífsins. Við verðum að vita, og komumst ekki hjá að taka tillit til þess, að bakteríurnar, sem halda til í liverjum einasta manni, hafa sínar samgönguleiðir, að sínu leyti rétt eins og bílarnir. Þeir fara ekki yíir holt og hæðir og bakteríurnar heldur ekki livar sem er. Þær berast aðallega frá munni og höndum og kossar og handabönd eru farartækin. Hvergi er eins mikið af bakteríum í mannslíkamanum og í ristl- inum. Saurinn er að mestu leyti bakteriur og oft hættulegir sýklar í honum. Ytrasta lireinlæti er nauðsynlegt við alla meðferð á honum og það verður aldrei of vandlega brýnt fyrir þeim, sem fást við matargerð, að þeim ber skylda til að halda höndum sínum hreinum, ekki aðeins af sínum eigin saur, heldur einnig af öllum óhreinindum, hverju nafni sem nefnast. Á opinberum matstöðum er slíku hreinlæti víða mjög ábótavant, enda hefur mikið borið á því, einkum á mat- söluhúsum utan Reykjavíkur, að fólk hefur sýkzt unnvörpum, sem þar hefur neytt matar. Það væri fróðlegt, að koma með agarskálar inn í eldhús matsölustaðanna og rækta frá fingrum kokkanna. Eftir nokkurar slikar ræktanir væri hægt að sjá hverjir væru hreinlegir og hverjir ekki. Ef þeir ættu von á slíkum heimsóknum, þar sem þeir yrðu að setja fingurna á skálarnar án þess að þvo sér áður, gæti verið að þeir hugsuðu betur um hendur sínar. Barnasóttir. Auk inflúenzunnar, sem ekki hefur verið skæð og nú er að réna, ganga mislingar, kíghósti og lilaupabóla. Eg hef þrásinnis orðið' þess var, að foreldrar eru allt of sljóir fyrir því að vernda börn sín fyrir þessum sóttum. Enginn kærir sig um að fá allar þessar sóttir í einu, enda getur það orðið ungum börnum hættulegt, en svo er að sjá sem sumar, og ekki allfáar mæður hugsi sem svo, að þessir sjúk- dómar verði ekki umflúnir og gcri ekkert til að verjast þeim. Sumar hafa þann hættulega hugsunarhátt að halda að allt sé örlög og að börnin fái þetta ekki nema þau eigi að' fá það og bezt sé að láta allt ráðast. Þær ranka þó kannske við sér ef þær sjá barnið sitt ganga út á bryggjusporð, eða að sjóðandi potti. En þær hika elcki við að bjóða tuttugu la-ökkum í afmælisveizlu, þótt þær megi vita að þrír gestir bætist við — mislingarnir, kíghóstinn og hlaupabólan. Það mun vera

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.