Heilbrigðismál - 01.03.1951, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.03.1951, Blaðsíða 4
4 PRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL sýkingar verða tiltöiulega oft börnum að' bana, þótt fullorðna fólkið standi þær vel af sér. Börn eru miklu viðkvæmari fyiúr þeim en full- orðnir og því áríðandi að þau sé varin fyrir slíkri smitun eftir mætti. Ilver sem hefur kýli eða fingurmein, en þau stafa oftast af stafylo- kokkum, ætti að forðast að koma nálægt barni, og það því frekar sem barnið er yngra. En umgengnisvenjur fullorðna fólksins innbyrðis eiga líka eftir að breytast frá því sem er og þurfa að' breytast af heilsufræðilegum ástæðum. Það er ekkert óalgengt að menn komi í samkvæmi stíflaðir af kvefi. Mönnum leiðist að koma innan um fólk með stíflað nef og stöðugt nasarennsli, en flestir hugsa aðeins um það frá sínu eigin sjónarmiði, að þeir njóti sín ekki sem skyldi í gleðskap samkvæmisins. Hitt verður fáum á, að hugsa um afleiðingarnar, sem kvefið kann að hafa á hitt fólkið. Ef einn maður er lióstandi og hnerrandi í sam- kvæminu fyllist loftið af sóttkveikjum, sem allir hinir verða að anda að sér. Hér vantar bæði hugsun og ábyrgðartilfinningu, sem hver maður verður að temja sér, nefnilega að forðast að koma innan um fólk þegar maður er haldinn einhverjum þeim kvilla, sem gerir mann að útbreiðslustöð fyrir sóttkveikjur. Mikið vantar á að' brúa bilið milli þekkingar og siða í þessum efnum. Hjón bjóða fjölda gesta heim til sín til miðdegisverðar. Frúin hefur hálsbólgu, sem er ekki verri en svo, að hún treystir sér þrátt fyrir það til þess að taka á móti gestunum. En það hvarflar ekki að henni, að með' hverju orði, hverjum hlátri og hósta þyrlar hún sótt- kveikjum út í andrúmsloftið framan í vini sína. Þeir geta sýkzt, borið þetta heim til sín og sýkt sitt heimilisfólk og þannig koll af kolli. Þeir munu ekki vera margir sem forðast að fara á bíó eða í leik- hús ef þeir eru með hálsbólgu, kvef eða hósta. En einn hóstandi maður getur sýkt fjölda manns sem situr nálægt honurn. Ég var nýlega í bíó, og heyrði þar í barni, sem var með greinilegan kíghósta. Auð- vitað hefði strax átt að' láta þetta barn út í stað þess að láta það menga andrúmsloftið í kring um sig með kíghóstasóttkveikjum, en það var ekki gert. f þessum efnum vantar almenning hugsun, enda lítið gert til þess að brýna slíkt fyrir fólkinu. Ef einhver er með hósta í bíó, leikhúsi eða söngskemmtun, gerir hann hvort tveggja í senn, að trufla skemmtun annarra og sýkja and- rúmsloftið í kring um sig. Þegar þannig stendur á fyrir mönnum, verða þeir að forðast að' fara á mannfundi. Það er erfitt að breyta gömlum siðum og rótgrónum venjum. Margir eiga sjálfsagt eftir að veikjast af að hlusta með beran skall- ann á jarðarfarasálm í kalsaveðri úti í kirkjugarði áður en sá siður verður lagður niður. En hitt er hverjum manni í sjálfsvald sett, að

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.