Heilbrigðismál - 01.03.1951, Side 8

Heilbrigðismál - 01.03.1951, Side 8
8 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL rottum. Kom í ljós að' efni þetta er hvergi notað hér á landi, hvorki til litunar á smjöri né smjörlíki og er gott til þess að vita. Atomorka til lækningar á illkynjuðum æxlum Við radiumstofnunina í Liverpool hafa verið gerðar tilraunir til að nota geislavirk efni til að' greina og lækna krabbamein í brjósti. Notað var geisíavirkt fosfór (P32) og 100 microcuries dælt inn í æð á konunni. Síðan var geislamagnið mælt yfir brjóstinu og öðrum stað, ósýktum, á hörundinu til samanburðar. í flestum tilfellum fannst að krabbameinið dró geislavirka efnið til sín í miklu ríkara mæli en heilbrigður vefur og eyðilagðist sýkti vefurinn miklu fyrr en sá heil- brigði. Við sortumein (melanoma) var reynt geyslavirkur kopar. Lítill árangur sást af því, en geislavirkt fosfór virtist einnig eyða þessum æxlum, a. m. k. fannst óvenjulega iítið útsæði í innri líffærum þar sem það hafði verið notað. Geislavirkt joð hefur verið reynt gegn ofvexti í skjaldkirtli, og þótt enn sé of snemmt að kveða upp úrskurð um árangurinn, lofa tilraunirnar góðu, því að þeim fáu sjúklingum, sem þetta hefur verið' reynt við, hefur batnað vel. Ef þér gerið erfðaskrá, þá minnist Krabbameinsfélagsins. Minningarspjöld Krabbameinsfélags Reykjavíkur fást í verzluninni Remedia, Reykjavík og á skrifstofu Elliheimilvnns Grund. FRÉTTABRÉF UM IIEILBRIGÐISMÁL er gefið út af Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Níels Dungal. prófessor. Itemur út 10—12 sinnum á ári. Árs- gjald kr. 25.00, sem greiðist fyrirfram. Meðlimir ICrabbameinsfélags Reykjavíkur, scm greiða 30 kr árlega eða meira fá Fréttabréfið ókeypis. Ævifélagar fá Fréttabréfið gegn 20 kr. árs- gjaldi. Pantanir sendist til Krabbameinsfélags Reykjavíkur, pósthólf 702, Reykjavík, ásamt ársgjaldinu. Gerizt meðlimir í Krabbameinsfélaginu og áskrifendur að Fréttabrérmu fyrir . Jcr. 30,00 á óri. — Prentað í Vflángsprenti.

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.