Heilbrigðismál - 01.05.1961, Side 4

Heilbrigðismál - 01.05.1961, Side 4
Geysimikið starf var leyst af hendi á fyrsta starfsári félagsins, og má þar m. a. nefna: 1. Byrjað var að gefa út „Fréttablað um heilbrigðismál“. 2. Flutt voru fjögur fræðsluerindi í út- varpið á vegum félagsins. 3. Komið var á samningum á milli Rann- sóknarstofu Háskólans, annars vegar og Tryggingarstofnunar Ríkisins og Sjúkrasam- lags Reykjavíkur hins vegar, um framkvæmd vefjarannsókna vegna krabbameinsgrein- ingar. 4. Teiknað var félagsmerki. 5. Tekin var upp skrásetning krabba- meinssjúklinga og annaðist Þórarinn Sveins- son hana. 6. ísland gerðist aðili að alþjóðakrabba- meinsrannsóknum. 7. Unniðvar aðfyrirgreiðslu fyrir krabba- meinssjúklinga utan af landi, sem þurfa að leita sér lækninga í Reykjavík. 8. Félagið bauðst til að gefa röntgendeild Landspítalans nýtízku röntgenlækninga- tæki, til þess að greiða fyrir auknu öryggi í röntgenlækningum. 9. Félagið fól Ólafi Bjarnasyni lækni að kynna sér sérstaklega nýjustu aðferðir frumurannsókna til þess að þekkja krabba- mein í legi á byrjunarstigi. 10. Ráðinn var framkvæmdarstjóri fyrir félagið, Gunnar Thorarensen, og fengin sér- stök skrifstofa. 11. Hvatt var til stofnunar krabbameins- félaga utan Reykjavíkur. Voru síðan stofn- uð félög í Hafnarfirði og í Vestmannaeyj- um, en á ísafirði var stofnaður krabba- meinssjóður í sama tilgangi. 12. Oddfellowstúkan Þorsteinn í Reykja- vík gaf félaginu 10000.00 kr. á 15 ára af- mæli sínu. V. Á öðrum aðalfundi Krabbameinsfélags Reykjavíkur, sem haldinn var 8. marz 1951 urðu nokkrar umræður um að stofna bæri samband krabbameinsfélaga íslands og í fundarlokin flutti Alfreð Gíslason eftirfar- andi tillögu: „Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykja- víkur, haldinn 8. marz 1951 felur stjóm fé- lagsins að undirbúa stofnun sambands ís- lenzkra krabbameinsfélaga og kveðja til framhaldsaðalfundar, að þeim undirbún- ingi loknum." Krabbameinsfélag íslands stofnað Hinn 27. júní 1961 var haldinn stofnfund- ur Krabbameinsfélags íslands, að undan- gengnum undirbúningsfundi, sem haldinn var 22. júní s. á. Á stofnfundinum voru mættir fulltrúar krabbameinsfélaganna. Frá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur mættu þau Níels Dungal prófessor, Sigríð- ur Magnúsdóttir frú og Alfreð Gíslason læknir. Frá félaginu „Krabbavörn" í Vestmanna- eyjum mættu þær Rannveig Vilhjálmsdóttir frú og Jóna Kristinsdóttir frú og frá Krabba- meinsfélagi Hafnarfjarðar mættu þeir Guð- jón Einarsson framfærzlufulltrúi og Ólafur Einarsson héraðslæknir. Fundarstjóri var kosinn Níels Dungal og fundarritari Alfreð Gíslason. Fyrst var lagt fram og rætt frumvarp til laga, sem gerð höfðu verið drög að á undir- búningsfundinum, var frumvarpið með þeim breytingum, sem fundurinn gerði á því, samþykkt sem lög fyrir félagið. Þá var gengið til stjórnarkosninga sam- kvæmt hinum nýju lögum. Fyrsti formaður var kjörinn Níels Dungal prófessor. Meðstjórnendur: Bjarni Snæbjörnsson, læknir. Magnús Jochumsson póstfulltrúi, Guðjón Gunnarsson framfærzlufulltrúi, Sig- ríður J. Magnússon frú, Hallgrímur Bene- diktsson stórkaupmaður, Gunnar Möller lögfræðingur og Álfreð Gíslason læknir. 4 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.