Heilbrigðismál - 01.01.1964, Síða 4

Heilbrigðismál - 01.01.1964, Síða 4
Röntgenmynd. Iier i lunga. þennan sjúkdóm orðinn 100 á ári eftir 5—0 ár. Ég mun ekki ræða neitt að xáði orsakir sjúkdómsins. Það mundi vera að bera í bakkafullan lækinn, jafn mikið og hefur verið um þetta ritað og rætt undanfarið. Þó vil ég geta jxess, að efnin eru fjölmörg auk tóbaksreyksins, sem vísindamenn hafa illan bifur á ,svo sem arsen, krómsölt, nikkel, tjara, asphalt, ýrnsar geislavirkar loftteg- undir, steinolía og benzíngufur. Það kom sem sé í ljós, að lungnakrabbi var mjög al- gengur nxeðal námumanna, Jxar sem eitthvað af þessum efnum var fyrir hendi, og sjúk- dómurinn er algengari í stórum iðnaðar- borgum, þar sem loft er mengað, en annars staðar. Þá hafa og veirur verið nefndar sem hugsanleg orsök sjúkdómsins. Argentíski læknirinn Roffo, sem er heimsfrægur fyrir krabbameinsrannsóknir, sýndi fyrstur manna fram á, að í vindling- um er efni, sem getur framkallað krabba- mein, ef því er dælt í tilraunadýr. Þetta er að vísu ekki alveg hliðstætt reykingum, en þeir sem reykja ofan í sig sem kallað er, fá þó ekki aðeins heitan reykinn á slímliúðina 4 Röntgenmynd eftir að berið hefur verið numið burt með operation. í lungnapípunum, lieldur einnig mikið af sótkornum. í reyknum og sótinu eru fjöl- mörg efni, sem hvert um sig eða samverk- andi gætu valdið eða flýtt fyrir myndun og vexti krabbameins. Mest hefur verið rætt um efnin benzpyrene og polonium. Talið er, að ekki sé veruleg hætta á kxabbameini, fyrr en viðkomandi hefur reykt í 10—15 ár a. m. k. íslendingar urðu heldur seinni til en ýrnsar aðrar jrjóðir að auka við sig reyking- ar, en nú orðið reykja jreir mjög mikið. Á tímabilinu 1910—1949 rúmlega hundrað- faldaðist vindlinganeyzla hér á landi. (1910 voru flutt inn 1258 kg af vindlingum, en 1949 129100 kg og neyzla hvers íbúa var 1913 0,03 ensk pund, en 1947 1,30 ensk pund) og síðustu árin hafa reykingar aukizt jafnt og þétt. 1 dagblöðunum höfum við lesið þær hörmulegu staðreyndir, að 30—50% nem- enda í sumum barna- og unglingaskólum höfuðborgarinnar reyki. Það er góðra gjalda vert, að heilbrigðis- FRf'TTABRÉF UM HEILBRIGRISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.