Heilbrigðismál - 01.01.1964, Blaðsíða 7
Við lungnaoperation
i Landspitalanum.
stíflunni og út að yfirborði lungans, þar
safnast saman slírn, sýklar ná yfirhöndinni
og valda bólgu.
Einkennin eru alveg hin sömu og við
venjulega taksótt, svo sem hiti, hósti, upp-
gangur, mæði og verkur, og er því ofur eðli-
legt og raunar nauðsynlegt, að læknar gefi
þessum sjúklingi sýklaeyðandi lyf, og oft
hverfa einkennin á nokkrum dögum og
sjúklingurin virðist albata, en algengt er,
að nokkrum vikum eða mánuðum síðar fái
sjúklingurinn lungnabólgu á ný, ef um
krabbamein er að ræða. Hjá öllum mið-
aldra og eldri sjúklingum er því skynsam-
legt — og raunar sjálfsagt — að láta taka
röntgenmynd af lungum að afstaðinni
lungnabólgu, einkum ef batinn er óeðlilega
hægfara og sérstaklega verður að vera vel á
verði, ef um síendurteknar lungnabólgur er
að ræða.
Stundum lýsa sjúklingar sérkennilegu
pípi eða flautuhljóði, sem þeir heyra öðru
megin í brjóstroli, bundið við öndun og
alltaf á sama stað. Þetta hljóð táknar ævin-
lega þrengsli i lungnapípu og stafar oft af
æxli, sem þar fer smá stækkandi. Enginn
glöggur læknir lætur þetta einkenni fram
lijá sér fara.
Mæði er ekki algeng í byrjun sjúkdóms-
ins, en verður það þegar frá líður, og stafar
þá af bólgum, stífluðum lungnapípum, eða
að æxlið er orðið mjög útbreitt í lunganu.
Einnig getur verið kominn vökvi í brjóst-
holið, sem myndast gjarna fljótt, ef æxlið
vex utarlega í lunganu eða meinvörp frá
æxlinu koma í brjósthimnuna. Þyngslaverk-
ur fylgir oft stíflu í lungnapípu og vægur
takverkur getur stafað af bólgunni einni, ef
um lítið æxli er að ræða, en sár og stöðugur
verkur táknar oftast, að um er að ræða stórt
æxli, sem búið er að vaxa lengi, og ef verk-
urinn er mjög sár, þá er æxlið oft vaxið út í
brjósthimnu eða hryggjarliði. Meinvörp frá
lungnakrabba koma einnig oft í heila,
fréttabréf um heilbrigbismál
7