Heilbrigðismál - 01.01.1964, Page 15
Lungu stórborganna
Maðurinn getur liíað án matar í 5 vikur
og vatnslaus í 5 daga, en hann getur ekki
lifað í 5 mínútur án andrúmsloftsins.
Af þessu má vera augljóst, að andrúms-
loftið er miklu þýðingarmeira en matur og
drykkur. Á hverjum degi ævinnar frá vöggu
til gxafar notar maðurinn allt að 10 rúm-
metra andrúmslofts, eða í kringum 15 kg
lofts.
Miklum tíma og fjármunum var eytt í
að tryggja hreinlæti í matargerð, og öruggt
drykkjarvatn var beinlínis undirstaða heil-
brigðisframfara nútímans.
Á seinni árunr hefur mönnum orðið bet-
ur og betur ljóst hveija þýðingu hefur fyrir
heilbrigðina að eiga kost á hreinu andrúms-
lofti, en í þessurn efnum eins og mörgum
öðrum fundu menn ekki, hvað Jreir höfðu
átt, þar sem var hreint andrúmsloft, fyrr en
þeir höfðu misst Jrað.
Urgangur brennsluefna í kynditækjum
húsa, vélum verksmiðja og farartækja ausa
ólyfjan út í andrúmsloftið í vaxandi mæli.
í heimsins hreinustu borg, Reykjavík, er
þetta vandamál farið að segja til sín vegna
hinnar ört vaxandi bílaumferðar.
Það er heldur ekki mikið gert til að
hvetja menn til að hafa brennslutækin í
bííunum í lagi. Það er ekki óalgengt að sjá
bílana, jafnvel stærtisvagnana spúa kolsvört-
um reykjarmekki yfir vegfarendur. Það
væri raunar engu minni ástæða til að taka
slíka bíla úr umferð heldur en Jrá hemla-
lausu. Þessi mál Jrarf að taka fastari tökum.
En á einu sviði er Reykjavík Jró enginn
eftirbátur framsæknustu borga erlendra —
og á ég þar við hina fögru skrúðgarða borg-
arinnar.
Grónum opnum svæðum í borginni hef-
ur verið líkt við lungu og vissulega má Jrað
til sannsvegar færa, og það í fleiru en einu
tilliti. Við skulum aðeins líta á eina hlið
þess máls, verksmiðjurekstur grænu blað-
anna.
í grænu blöðunum eru grænukorn, sem
geta með aðstoð sólarinnar breytt hinni
banvænu kolsýru í næringarefni svo sem
mjölva og sykur, og skilað aftur hinu lífgef-
andi súrefni, sem er undirstaða alls æðra
lífs liér á jörðu.
Það er víða hægt að veita fljótandi
verksmiðjuúrgangi og öðru skolpi í lokræsi,
sem leidd eru út í haf víðsfjarri mannabú-
stöðum, en Jrar sem slík lokræsi liggja í fljót
eða á grunnsævi er víða fyrirskipað að gjör-
hreinsa og jafnvel sótthreinsa skólpið áður
en Jrví er sleppt rit í árnar.
Hversu miklu meiri ástæða væri Jró ekki
tli að halda andrúmsloftinu hreinu, með
Jrví að gera viðeigandi ráðstafanir í sam-
bandi við útblástursloft og reyk farartækja
og verksmiðja.
Því fleiri lallegir og vel ræktaðir grænir
«. Jurt i lokuöu hylki deyr von
bráðar. b. Dýr i lokuöu hylki dcyr
fljótt. c. Jurt og dýr i lokuðu hylki
lifa. Jurtin framleiÖir súrefni
handa dýrinu og dýrið Itlosýru fyr-
ir jurtina, og pannig hjálpa jurl og
dýr hvort ööru. Þannig er hring-
rásin i riki náttúrunnar.
FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGF3ISMÁL
15