Heilbrigðismál - 01.09.1987, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.09.1987, Blaðsíða 25
HEILBRICÐISMÁL / Ljóstnyndannn Jól tíminn í mínútum eða dögum, eftir því sem við átti, frá því að „sjúkling- urinn" hóf tilraunir sínar tíl að ná í lækninn eða heilsugæslustöðina, eða panta tíma á stofu, og þar til samband eða tími fékkst. I Helstu niðurstöður Að ná í lækni á símatíma. Niður- stöðurnar sýndu að innan fimm mínútna höfðu tæp 60% allra „sjúklinganna" náð í heimilislækni sinn og tæp 80% innan tíu mínútna. í 70% tilvika þurfti viðkomandi að hringja fimm sinnum eða sjaldnar, en í 20% tilvika þurfti fólk að hringja sex til tíu sinnum til þess að ná ár- angri. í tæpum 5% tilvika náðist aldrei í lækninn á þeirri hálfu klukkustund sem var auglýst sem símatími, þrátt fyrir meira en 20 til- raunir. Oft varð fólk að bíða í nokkr- ar mínútur „á línunni" eftir að hafa náð sambandi við skiptiborð, þar til það hafði komist að til að tala við lækni. Að ná sambandi við stöðina. Mun auðveldara var að ná í heilsugæslu- stöðina eða læknastöðina utan aug- lýstra símatíma læknanna. í níu af hverjum tíu tilvikum tókst að ná sambandi við stofuna/stöðina innan tveggja mínútna og þurfti til þess eina til þrjár hringingar. Allir voru búnir að ná í læknastofuna innan átta mínútna. Að fá tíma hjá lækni. í tæpum 80% tílvika gat fólk fengið tíma samdæg- urs og samtals gátu 95% fengið tíma samdægurs eða daginn eftir. Allir gátu komist að hjá heimilislækni eða heilsugæslulæknum á stofu innan þriggja daga frá því að beðið var um viðtal. í öllum ofangreindum atriðum var enginn munur á milli heimilis- lækna með sjálfstæðan rekstur og lækna á heilsugæslustöðvum. Gott ástaitd Niðurstöður þessar sýna að í stór- um dráttum virðist fólk eiga auðvelt með að ná í heimilislækna, með nokkrum undantekningum þó. Jafn auðvelt var að ná tali af heimilis- læknum og heilsugæslulæknum. Engar sambærilegar athuganir hafa áður verið gerðar hérlendis og okk- ur er aðeins kunnugt um eina rann- sókn frá Svíþjóð með svipuðu sniði. Svo virðist sem ástandið hér á landi sé betra en kom fram í þeirri rann- sókn. Með rannsókn þessari var hægt að benda einstaka læknum á, að álagið í símatíma þeirra væri stund- um allt of mikið og því æskilegt að gera úrbætur. Á sumum læknastof- unum er fólki sagt þegar það hringir að koma á stofu og ekki gefinn neinn fastur bókaður tími. Þetta fyr- irkomulag hefur bæði kosti og galla. Kostirnir eru aðallega fólgnir í því að fólki er þá tryggð þjónusta sam- dægurs en gallamir eru hins vegar þeir að fólk þarf þá ef til vill að eyða mörgum klukkutímum í óþarfa bið, sem hægt væri að komast hjá sé því gefinn ákveðinn tími. Könnun þessi beindist eingöngu að því, hversu auðvelt fólki reyndist að ná í heimilis- og heilsugæslu- lækna, en ekki í sérfræðinga í öðr- um greinum læknisfræðinnar. Fróðlegt væri að athuga á svipaðan hátt hversu mikil aðsókn er og hversu langur biðtími er hjá sér- fræðingum í öðrum greinum og hvernig gengur að ná til þeirra í síma. Ennfremur náði athugun þessi eingöngu til auglýsts sfma- tíma og auglýsts opnunartíma. Æskilegt væri að athuga nánar vakt- þjónustuna á kvöldin, um nætur og helgar. Einnig væri ástæða til að endurtaka könnun af þessu tagi á nokkurra ára fresti til þess að fylgj- ast með gæðum þjónustunnar. Jóhann Ágúst Sigurðsson, dr. med., er sérfræðingur í heimilislækniitgum. Hann starfar sem heilsugæslulæknir í Hafnarfirði, héraðslæknir Reykjanes- læknishéraðs og lektor við læknadeild Háskóla íslands. Guðjón Magnússon, dr. med., ersér- fræðingur í félagslækningum og emb- ættislækningum. Hann er aðstoðar- landlæknir og dósent við læknadeild Háskóla tslands. Varnaðarorð Akið varlega. Það getur stundum verið langt í næsta lækni, næsta sjúkrabíl eða næsta sjúkrahús. En það get- ur verið furðu stutt til himna- ríkis. O Sumir aka eins og þeir séu að flýta sér í sitt eigið umferð- arslys. Aktu hægarogmisstu frekar af því. O Aktu varlega. Ég get vel beðið. Guð. O Aktu ekki eins og þú eigir veginn - aktu eins og þú eigir bílinn. o Góður ökumaður notar ímyndunarafl sitt. Hann ímyndar sér, að fjölskylda sín sé í bílnum, sem hann er að mæta. O Ökumaðurinn er örugg- astur, ef vegurinn er ekki rakur, og vegurinn er örugg- astur, ef ökumaðurinn er ekki rakur. ~PP- Úr BFÖ-blaðinu, 3/1987. HEILBRIGÐISMAL 3/1987 25 L

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.