Heilbrigðismál - 01.09.1987, Blaðsíða 31

Heilbrigðismál - 01.09.1987, Blaðsíða 31
HEILBRIGÐISMÁL / Sigurður öm Bnnjólfjson Það er nauðsynlegt fyrir alla að geta slakað á frá amstri hversdagsins. Sím- inn er eitt afþeim tækjum sem við þurf- um að geta verið án, þótt sala á farsím- um bendi ekki til þess að allir skilji það. kæmi gestgjöfum oft f vanda ef fólk tæki upp á því að mæta á réttum tíma. í Bretlandi og Svíþjóð er þessu á annan hátt farið því þar þykir ósæmilegt að mæta ekki á þeirri stundu sem til var ætlast. Sé farið sunnar í Evrópu, til Ítalíu eða Spán- ar, virðast menn ekki eins stundvís- ir. Tímaskyn hefur áhrif á margs konar sálræna þætti, tilfinningar, hugmyndaauðgi og hæfileika til að leysa vandamál. Ef ekki er til staðar næm tilfinning fyrir framtíðinni, dregur úr mikilvægi skuldbindinga, ábyrgðar, væntinga og þess að setja sér markmið. Ef ekki væri til ákveð- in vídd sem kallast tími, þar sem fortíð rennur saman við nútíð, ætt- um við erfitt með að móta ýmsar hugsanir og tilfinningar sem tíminn vinnur ekki á. George Orwell gerði sér grein fyr- ir mikilvægi þessarar víddar, tím- ans. Það má sjá í sögu hans „1984", þar sem stjórnvöld gátu vísvitandi endurritað fortíðina og búið til at- burðarás sem féll betur að því sem þeir vildu. Charles Darwin sagði eitthvað á þá leið að sá sem færi illa með eina klukkustund í Kfi sínu, vissi ekki hvað lífið þýddi. Nú á dögum lifa margir þannig lffi og hafa ekki taumhald á tímanum. Þeir unna sér aldrei hvíldar, takast of mikið á hendur, lenda í tímaþröng og eru á sífelldu spani. En þeir geta orðið að greiða fyrir það með heilsu sinni. (Sjá rammagrein: Lífshraði eftir löndum.) Nýttu tíma þinn vel! Ætli við getum ekki öll bætt ár- angur okkar að minnsta kosti um Hjá mörgum stjórnendum fer mikill tími í fundi, símtöl, viðtöl og ferðalög sem engu skila 10% með því að leggja okkur betur fram, bæta vinnuaðferðir og forðast ónæði frá öðrum. Hjá mörgum stjórnendum fer mikill hluti dagsins í gagnslausa fundi, ónauðsynleg símtöl og við- töl, ferðalög sem engu skila, og um- fjöllun smáatriða. í breskri rannsókn frá 1979 kom í ljós að helmingur af tíma yfirmanns fór í skriftir, fundi, símtöl, ferðalög og að ganga frá skjölum. Æðstu stjómendur eyddu um 60% af tíma sínum í þessi verkefni, þar af fóru 22% af tímanum í fundi. Öll þessi verkefni, einkum hin fyrstu fjögur, geta verið tímasóun ef ekki er að gáð. Sá sem heldur nákvæma dagbók yfir það hvernig hann ver tíma sín- um frá einni stund til annarrar, get- ur lært að nýta tímann betur. í þessa dagbók eru öll verkefni skráð og síð- an er vegið og metið hversu gagnleg þau eru. Þetta er sumum erfitt í fyrstu, en það venst. Flestir verða mjög undrandi yfir niðurstöðunum og komast að því að þeir gætu nýtt tíma sinn mun betur. Sumir geta ekki og vilja ekki treysta öðrum fyrír ábyrgð. Þegar þú hefur náð valdi yfir tíma þínum og HEILBRIGÐISMAL 3/1987 31

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.