Heilbrigðismál - 01.09.1987, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.09.1987, Blaðsíða 33
HEILBRJGÐISMAL / Sigurður Om Brynjólfsson Þú mátt ekki taka vandamál vinn- unnar með þér hvert sem þú ferð, hvíld frá þeim er nauðsynleg, heilsunnar vegna. ekki einu sinni víst að þú þurfir að taka þátt í lausn þeirra. Oft leysast þau af sjálfu sér eða að aðrir geta sinnt þeim án mikillar fyrirhafnar. Sé ekki svo, getur þú skammtað þér tíma til þess, þegar betur stendur á. Nýttu frístundir vel! Sumir draga sig íhlé frá öðru fólki, hvort sem það er í raun eða aðeins í huganum. Pað getur í senn verið já- kvætt og neikvætt. Það er jákvætt ef þú ferð í langa gönguferð og þú get- ur jafnvel velt einhverju mikilvægu máli fyrir þér. Stundum þurfum við að vera ein og gefa okkur tíma fyrir okkur sjálf. Pað er hins vegar nei- kvætt að sitja einn og vorkenna sjálfum sér. Aðrir leita félagsskapar vina, sam- starfsfólks eða jafnvel ókunnra og leita þannig á nýjar félagslegar brautir. Mikilvægt er fyrir alla að finna hvernig þeim fellur best að verja frístundum sínum, hvort sem er til uppbyggingar starfs síns eða til leiks. íþróttir eru góðar sem útrás fyrir spennu, sem vörn gegn streitu og þrey tu og sem leikur eða skemmtun jafnframt. Þær skilja mikið eftir og gefa þér kost á félagsskap og já- kvæðri athygli. Útivera oghreyfing, til dæmis gönguferðir, eru tilvaldar. Pitt er valið! Hér hefur verið fjallað um mikil- vægi þess að skipuleggja vinnu- tíma, skipa verkum í forgangsröð og setja sér markmið, dreifa ábyrgð þar sem það er hægt, segja nei þar sem það á við og komast hjá ónæði. Enda þótt margar aðrar aðferðir séu til þess að spara h'ma, virðist mikil- vægast að ná valdi á þeim aðferðum Pú getur sparað þér ótriilega mikinn tíma með því að segja nei þegar það á við sem að framan hafa verið taldar til að stjórna tímanum á markvissan hátt. Helstu heimildir: Cooper, W.E.: Time management techniqu- es for clinicians. Innovations in clinical practice: A Source Book, 1982,1,177-183. Fletcher, W.: Take an efficient look at time wasting. The Sunday Times, bls. 72, 27. júlí 1986. Folkard, S., Monk, T.H.: Hours of work. Wiley, Chichester, 1985. Gonzalez, A., Zimbardo, P.G.: Time in per- spective. Psychology today 1985,19(3), 21-26. Harrington, J.M.: Shift Work and Health: A critical review of the literature. London, HMSO, 1978, 13, 201, 203. Lakein, A.: How to get control of our time and your life. Signet books, New York, 1973. Levine, R., Wolff, E.: Social time: The heart- beat of culture. Psychology Today, 1985,19(3), 28-35. Minors, D.S., Waterhouse, J.M.: Does anchor sleep entrain circadian rhythms? Evi- dence from constant routine studies. Journal of Physiology, 1983, 345, 451-467. Dr. Eiríkur örn Arnarson er yfir- sálfræðingur við Geðdeild LandspM- ans. Eiríkur Örn hefur áður skrifað grein- ar í Heilbrigðismál: Svefnleysi, úrræði án lyfja, 3/1980. Megrun og matarvenjur 2/1984. Fælni, óbærilegur ótti, 3/1984. Streita 3/1985. HEILBRIGÐISMAL 3/1987 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.