Heilbrigðismál - 01.12.1987, Page 6

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Page 6
HEILBRICÐISMÁL / Jónas Rag Mörgum finnst hámarkshraði í þéttbýli of mikill - samkvæmt nýni könnun Hagvangs fyrir Heilbrigðismál „Ökuhraðann skal ávallt tempra svo að komist verði hjá slysum", segir í lögum um notkun bifreiða sem Alþingi setti árið 1914. Þá var miðað við að hámarkshraði í þétt- býli mætti aldrei verða meiri en 15 kílómetrar á klukkustund en ann- ars staðar ekki meiri en 35 kíló- metrar í björtu og 15 kflómetrar í dimmu. Síðan eru liðin allmörg ár, hraðinn hefur aukist og slysum fjölgað. f þéttbýli gildir nú 30 til 60 kflómetra hámarkshraði og 70 til 90 kflómetra hraði utan þéttbýlis. Sumum nægir ekki þessi hraði til að komast á milli staða. í septem- bermánuði einum kærði lögreglan í Reykjavík 1108 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Samkvæmt blaða- fregnum hefur mælst allt að 150 kflómetra hraði innanbæjar síðustu mánuði og allt að 180 kflómetra hraði utanbæjar. Enginn dregur í efa að slíkt aksturslag býður heim mikilli hættu á slysum. Að sögn slökkviliðsmanna í Reykjavík er það nú orðið mun algengara en áð- ur að nota þurfi tæki (járnaklippur) til að ná slösuðu fólki úr bflum eftir umferðaróhöpp, og kenna þeir hraðanum um. Því hefur verið haldið fram að hvergi í Evrópu sé hámarkshraði á þjóðvegum utan þéttbýlis meiri en hér, auðvitað að undanskildum sérstökum hraðbrautum. Erlendis hefur viðhorf fólks til hraðatakmarkana oft verið kannað, en ekki hér á landi fyrr en í október í haust þegar tímaritið Heilbrigðis- Hvað finnst þér um núgildandi hámarkshraða í þéttbýli? Könnun Hagvangs fyrir tímaritið Heilbrigðismá í október 1987. Svör 740 þátttakenda (af 782) sem tóku afstöðu. o/ Hæfi- Of mikill legur lítill Allir, 18-69 ára 36% 58% 6% Karlar 30% 63% 7% Konur 42% 54% 4% 18-24 ára karlar 13% 69% 18% 25-39 ára karlar 30% 66% 4% 40-54 ára karlar 31% 63% 6% 55-69 ára karlar 43% 51% 6% 18-24 ára konur 17% 79% 4% 25-39 ára konur 44% 53% 3% 40-54 ára konur 38% 53% 9% 55-69 ára konur 65% 35% 0% íbúar á höfuðborgarsvæðinu 32% 60% 8% íbúar í þéttbýli úti á landi 36% 60% 4% fbúar í dreifbýli 50% 49% 1% mál fékk Hagvang hf. til að leita álits almennings á hámarkshraðan- um. í úrtaki könnunarinnar voru eitt þúsund manns á aldrinum frá átján ára til sjötugs. Svör bárust frá 78% og flestir þeirra tóku afstöðu til tvíþættrar spurningar sem lögð var fyrir þátttakendur: „Hvað finnst þér um núgildandi há- markshraða í þéttbýli og dreif- býli?" Um 58% töldu hámarkshraða í þéttbýli hæfilegan, 36% töldu hann of mikinn en aðeins 6% of lít- inn. Fleiri konur en karlar töldu hraðann of mikinn. Eftir því sem fólkið var eldra dvínaði stuðningur við óbreyttan hraða og meirihluta elstu kvennanna fannst hraðinn of mikill. Helmingur íbúa í dreifbýli * 6 HEILBRIGÐISMAL 4/1987

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.