Heilbrigðismál - 01.12.1987, Qupperneq 10

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Qupperneq 10
Áfengi og brjóstakrabbamein Grein eftir Sigurö Árnason | 1 Áfengi er löglegur vímugjafi hér á landi og hefur svo verið lengi, ef frá eru talin bannárin fyrr á þessari öld. Flestum er kunnugt um að áfengi er vanabindandi og getur haft slæm áhrif á heilsufar neytenda. Er þá átt við áfengissýki, eða alkóhólisma, en talið er að um tíundi hver fullorð- inn íslendingur sé líkamlega eða andlega háður áfengi að meira eða minna leyti. Er það svipað hlutfall og meðal nágrannaþjóðanna, enda þótt heildaráfengisneysla á mann sé hér minni en víða annars staðar. En áfengissýkin er ekki eini fylgi- fiskur ofnotkunar áfengis. Þannig eru ýmsir líkamlegir sjúkdómar al- gengari meðal áfengissjúklinga en annarra, svo sem lifrarskemmdir, vítamínskortur og heila- og tauga- skemmdir. En hvað um krabba- mein? Er áfengi krabbameinsvald- ur? Er þeim sem neyta áfengis í miklum mæli hættara við krabba- meini en bindindisfólki og ef svo er, veldur áfengið því? Alþjóða krabbameinsrannsókna- stofnunin, IARC, taldi árið 1982 að nægilegar faraldsfræðilegar rann- sóknir væru fyrir hendi til að álykta að áfengisnotkun hafi í för með sér auknar líkur á því að fá krabbamein í vélinda, lifur, kok og barkakýli.1,2,3 Sumir telja að 6-20% alls krabba- meins á Vesturlöndum megi rekja til áfengisneyslu. Þetta er þó mjög mismunandi eftir löndum, en einna hæst er hlutfallið í Frakklandi. í þessu sambandi má hafa í huga að um þriðjungur allra krabbameina í Bandaríkjunum er talinn stafa af reykingum, um þriðjungur af mat- aræði en um þriðjungur af öðrum orsökum. Þau krabbamein sem fyrst og fremst hafa verið tengd áfengisnotkun eru krabbamein í munni, koki, barka, vélinda, lifur, ristli, endaþarmi og brjóstum. Fræðimenn eru þó nokkuð sam- mála um að enn eigi eftir að rann- saka þetta samband nánar, enda getur oft verið um tvo eða fleiri sam- verkandi þætti að ræða. Þannig er vel þekkt að áfengissjúklingar sem reykja (og það gera reyndar flestir þeirra) hafa mun meiri líkur á því að fá vélindakrabbamein en þeir sem einungis eru áfengissjúkir. Tengsl brjóstakrabbameins og áfengisneyslu hafa verið í sviðsljós- inu að undanfömu og því er sérstök ástæða til að fjalla nánar um rann- sóknir sem renna stoðum undir það að áfengisnotkun kvenna auki líkur á því að þær fái brjóstakrabbamein. Ein fyrsta greinin sem birtist um þetta efni er síðan 1977.4 Voru þar 7518 krabbameinssjúklingar spurðir um neyslu tóbaks og áfengis svo og um efnahag og menntun. Komu þá í ljós hlutfallslega mun fleiri brjósta- krabbamein meðal þeirra kvenna sem neyttu áfengis en búast mátti við miðað við viðmiðunarhóp. í kjölfar þessarar greinar hafa birst að minnsta kosti sautján greinar um þetta efni og allar nema þrjár hafa sýnt marktæka aukningu brjósta- krabbameins meðal þeirra kvenna sem áfengis neyta. Bandarísku læknarnir Hiatt og Bawol birtu árið 1984 niðurstöður rannsókna á tíðni brjóstakrabba- meins meðal rúmlega 96 þúsund kvenna sem mörgum árum áður höfðu verið spurðar um lífsvenjur, þar á meðal áfengisneyslu. Kom í ljós að þær konur sem drukku dag- lega, þó um tiltölulega lítið magn áfengis væri að ræða, höfðu mun hærri tíðni brjóstakrabbameins en búast mátti við.5 Þessi rannsókn hefur verið gagnrýnd fyrir það að ekki voru til upplýsingar um marga aðra þætti sem geta haft áhrif á tíðni brjóstakrabbameins, svo sem aldur við fyrstu þungun, brjóstakrabba- mein í ætt og að hér var um valinn hóp kvenna að ræða sem vildu fara í læknisrannsókn, o. s. frv.6 Rann- sóknir frá Frakklandi7 og Ítalíu,8 löndum þar sem víndrykkja er þjóð- arsiður, hafa einnig sýnt sýnu hærri tíðni á brjóstakrabbameini meðal þeirra kvenna sem neyta áfengis, jafnvel þó í litlum mæli sé. Eru í því sambandi nefndar tölur um 40-60% aukningu sjúkdómsins meðal þeirra kvenna sem áfengis neyta. í h'tilli ítalskri rannsókn kom fram sautjánföld aukning á brjósta- krabbameini meðal þeirra kvenna sem neyttu hálfpotts af víni eða meira daglega.9 En er þessi aukning brjósta- krabbameins tengd ofnotkun Verðandi mæðrum hefur verið ráðlagt að takmarka áfengisneyslu sína. Nú er konum sem hætt er við brjóstakrabba- meini ráðlagt slíkt hið sama. 10 HEILBRIGÐISMAL 4/1987 NORSKA ÁFENGISVARNARÁÐIÐ * áfengis, það er bundin fyrst og fremst við áfengissjúklinga? Ýmis- legt bendir til að svo sé ekki. Nýlega birtust í bandaríska læknatímaritinu New England Journal of Medicine tvær greinar um tengsl áfengisnotkunar og krabbameinsíbrjóstum. Kemurþar fram marktæk aukning sjúkdóms- ins, jafnvel meðal þeirra kvenna sem neyta lítils áfengis. í annarri rannsókninni10 var 7188 konum á aldrinum 25-74 ára fylgt eftir, en þær höfðu verið spurðar um lífshætti, meðal annars áfengis- neyslu, á árunum 1974 og 1975 og síðan fylgt eftir að meðaltali í tíu ár. I þessum hópi fékk 121 kona brjósta- krabbamein á tímabilinu. Kom í ljós, að tíðni sjúkdómsins var mun Konur átta sig sjaldan á því hve áfengi er orkuríkt, og þar með fitandi, en sennilega er það einnig krabbameins- valdur. hærri hjá þeim konum sem drukku áfengi yfirleitt, miðað við konur sem neyttu þess ekki, og var hlut- fallið 1/1,5, sem er marktækur mun- ur. Þetta breyttist ekki þótt tekið væri tillit til annarra þekktra þátta sem áhrif geta haft á tíðni sjúk- dómsins. Höfundar greinarinnar telja að niðurstöður þessarar rann- sóknar bendi til þess, að áfengis- notkun, jafnvel þótt í litlum mæli sé, auki hættuna á brjóstakrabba- meini hlutfallslega um 50% til 100%. í hinni rannsókninni sem greint var frá í vor11 var athuguð tíðni brjóstakrabbameins meðal rúmlega 89 þúsund bandarískra kvenna á aldrinum 34-59 ára. Á tímabilinu 1980 til 1985 greindist í þeim hópi 601 kona með brjóstakrabbamein. Kom í ljós að konur sem drukku þrjá til níu drykki í viku hverri (3 til 9 glös af víni) höfðu marktækt auknar líkur á sjúkdómnum (1/1,3). Þær sem drukku meira höfðu enn hærri tíðni sjúkdómsins (1/1,6). Útreikningar bentu til þess að bein tengsl væru á milli þess magns áfengis sem kon- umar neyttu og tíðni sjúkdómsins. Miðað við hvað brjóstakrabba- mein er algengur sjúkdómur (en reikna má með að þrettánda hver ís- lensk kona fái brjóstakrabbamein einhverntíma ævinnar) og hversu áfengisneysla er almenn er mikil- vægt að hafa í huga að þáttur sem þessi getur haft mikil áhrif. í leiðara New England Joumal of Medicine 7. maí síðastliðinn12 er lagt til að konum sem af öðmm ástæðum hafa auknar líkur að fá brjóstakrabba- mein (t.d. em feitar, hafa átt fá böm, hafa átt sín fyrstu böm eftir 25 ára aldur, eða eiga móður sem feng- ið hefur brjóstakrabbamein) sé ráð- lagt að takmarka mjög áfengis- neyslu sína. Er full ástæða til að hafa þessar ráðleggingar í huga og fylgjast náið með niðurstöðum frekari rann- sókna. Tilvitnanir: 1. Chemicals, industrial processes and in- dustries associated with cancer in humans. LARC Monogr. Suppl. 4, 1982. 2. Tuyns, A.J.: Epidemiology of alcohol and cancer. Cancer Res 1979, 39:2840-2843. 3. Wickramasinghe S.N. o.fl.: Cytotoxic protein molecules generated as a consequence of etanol metabolism in vitro and in vivo. Lancet 1986,11/10:823-826. 4. Williams R.R., Horm J.W.: Association of cancer sites with tobacco and alcohol con- sumption and socioeconomic status of pa- tients. J Natl Cancer Inst 1977, 58:525- 547. 5. Hiatt R.A., Bawol R.D.: Alcoholic beve- rage consumption and breast cancer incidence. Am J Epidemiol 1984, 120:676-683. 6. Does alcohol cause breast cancer? Rit- stjómargrein. Lancet 1985, 8/6:1311-1313. 7. Lé M.G. o.fl.: Alcohol beverage consump- tion and breast cancer in a French case-control study. Am J Epidemiol 1984,120:350-357. 8. La Vecchia C. o.fl.: Alcohol consumption and the risk of breast cancer in women. JNCI 1985, 75:61-65. 9. Talamini R. o.fl.: Social factors, diet and breast cancer in a northem Italian population. Br J Cancer 1984, 49:723-729. 10. Schatzkin A. o.fl.: Alcohol consumption and breast cancer in the epidemiologic follow- up study of the first national health and nutri- tion examination survey. N Engl J Med 1987, 316:1169-1173. 11. Willett W.C. o.fl.: Moderate alcohol con- sumption and the risk of breast cancer. N Engl J Med 1987, 316:1174-1180. 12. Alcohol and breast cancer. Ritstjómar- grein. N Engl J Med 1987, 316:1211-1213. Sigurdur Árnason læknir er sér- fræðingur í krabbameinslækningum og starfar á Landspítalanum. HEILBRIGÐISMÁL 4/1987 11

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.