Heilbrigðismál - 01.12.1987, Qupperneq 13

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Qupperneq 13
HEILBRIGÐISMÁL / Am*r B. Vi; Úr þessu ætti að vera hægt að bæta, meðal annars með betri ráð- gjöf um notkun pillunnar og með notkun nýrra pillutegunda. Pillan hefur þá sérstöðu meðal lyfja að vera ekki tekin vegna þess að henni sé ætlað að ráða bót á sjúkdómsástandi, heldur er full- komlega heilbrigt fólk að taka lyf til að koma í veg fyrir annað heil- brigt ástand, þungun. Af þeim sökum kann að vera að aukaverk- anir sem rekja má til pillunnar, séu litnar alvarlegri augum en annars væri. Ýmis væg óþægindi geta í byrjun fylgt pillutökunni, en þau hverfa oft að mestu á fyrstu mán- uðunum. En hvað er hæft í því að pillan valdi sjúkdómum af ýmsu tagi? Hver er hættan á slíku? Pillan og krabbamein Enn hefur ekkert komið fram sem bendir óyggjandi til þess að pillan eigi þátt í myndun krabba- meins. Þau illkynja æxli sem helst' hefur verið óttast að kynnu að geta þróast eða vaxið við pillunotkun eru mein í brjósti, leghálsi, legbol, eggjastokkum og lifur. Frumur í öllum þessum líffærum hafa við- taka sem eru næmir fyrir áhrifum kynhormóna. Við að bindast við- tökunum valda hormónin aukn- ingu á starfsemi frumanna í sum- um líffærum, svo sem brjóstum, en letja starfsemi í öðrum, til dæm- is eggjastokkum og legslímhúð. Þar sem efnaskipti verða gætu frumurnar farið að starfa og skipta sér óeðlilega, ef efnahvatning af hormónunum færi úrskeiðis. Brjóstakrabbamein er nú lang al- gengasta krabbamein meðal ís- lenskra kvenna. Brjóstavefur svar- ar kynhormónum og þegar líður á tíðahringinn verður mikil aukning á myndun kjarnasýru (DNA) í brjóstvef.1 Enginn munur hefur fundist á nýmyndun kjarnasýru hjá konum sem nota pilluna og þeim sem nota aðrar getnaðarvarn- ir. Athuganir á konum sem tóku pilluna og fengu brjóstakrabba- mein síðar á ævinni hafa ekki sýnt augljós tengsl við pillutökuna.1,5 Ekki var samband á milli þess hvort konan hóf töku pillunnar fyrir fyrstu barneign og frestaði henni þar með eða hvort barneign- in dróst af öðrum orsökum. Flestar athuganir hafa ekki sýnt samband milli langvarandi notkunar pill- unnar og brjóstakrabbameins,1 en nýleg norræn athugun hefur þó bent til þess að áhætta geti verið aukin eftir átta til tólf ára notkun.3 Leghálskrabbamein tengist ung- um aldri við upphaf samlífs, fjölda rekkjunauta, vissum veirusýking- um og reykingum. Við athugun á mögulegu sambandi milli pillu- notkunar og leghálskrabbameins hefur verið vandasamt að finna konur til samanburðar við þær sem taka pilluna, þar sem þessir þættir væru jafnir á metunum. Margar at- huganir hafa verið gerðar á sam- bandi pillunnar við leghálskrabba- mein og niðurstöður verið í sitt hvora áttina. Aukingin á Iegháls- krabbameini var orðin staðreynd áður en pillan kom til sögunnar um 1960. I einni best þekktu athug- uninni, frá Oxford í Englandi,6 virtist hætta á forstigsbreytingum leghálskrabbameins hugsanlega aukin. Þó er talið að þetta séu ekki bein áhrif pillunnar heldur geti hún örvað forstigsbreytingar. Ekki er vitað hvernig slíkt gerist. Ef leg- hálskrabbamein orsakast af veiru- sýkingu, til dæmis vörtuveirunni (human papilloma virus HPV), gæti notkun pillunnar auðveldað veirusmitun, þar sem samfarir færu fram án annarra varna, svo sem smokka. Með reglulegu eftir- liti, þ.e.a.s. frumustroki frá leg- hálsi, má hins vegar koma í veg fyrir að forstigsbreytingar verði að alvarlegri sjúkdómi. Krabbamein í legbolsslímhúð og í eggjastokkum virðast á hinn bóg- inn vera talsvert sjaldgæfari hjá konum sem hafa notað pilluna. Þessi verndandi áhrif, sem að miklu leyti tengjast prógesterón- hormónum, aukast með lengri notkun og tengjast minni frumu- starfsemi í þessum líffærum þegar konan tekur pilluna. Lifrarfrumukrabbamein er sjald- gæft æxli. Nokkrar athuganir, hver um sig með fáum tilfellum, hafa bent til tengsla þessa meins við pillunotkun. Pillan og æðasjúkdómar Enginn vafi er nú talinn á því að pillan auki líkur á æðakölkun og HEILBRIGÐISMAL 4/1987 13

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.