Heilbrigðismál - 01.12.1987, Qupperneq 17

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Qupperneq 17
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson 1347: Bólusótt um allt land og and- aðist fjöldi fólks. 1374-1375: Vetur svo harður að enginn mundi þvílíkan. Féllu fá- tækir menn af harðrétti um allt land svo að mörgum hundruðum skipti. Hafísar lágu fram um Bart- hólómeusarmessu (18 vikur af sumri). 1379-1380: Bólusótt barst til lands- ins með skipum. Mikill mann- dauði. 1402-1404: Svartidauði geisaði í tvö ár. Voðalegt mannfall. „Pótt 15 færu til graftrar með einum komu ei heim nema 4" (Skarðsárannáll). 1431-1432: Bólusótt geisaði. 1494-1495: „Plágan síðari" (svarti- dauði) fór eins og eldur í sinu um allt land. 1512: Gekk mikil bólusótt, mannfall mikið. 1555: Mikil bólusótt og hallæri. 1616: Mannskæð bólusótt. „Margur drengur og stelpa voru á þessu ári og á nokkrum eftirfarandi árum, flutt að sunnan, norður og í Aust- firði af sýslumönnum, vegna manndauða og fólksfækkunar, drengir seldir sumir fyrir 60 og 80 álnir, en stelpur á 40 álnir" (Skarðsárannáll). 1644: Þetta sumar gekk mislinga- sótt í fyrsta skipti hér á landi og var mjög mannskæð. 1658: Manndauði mikill af bólusótt, sem gekk þetta ár. 1700-1701: Veður ofsaleg og skips- tapar miklir. Mannskaðar einnig af hungri, féll margt fólk. Fénaður horféll. Alls konar óæti étið. Talið að 9 þúsund manns hafi dáið á landinu öllu. 1707: „Stóra bóla" geisaði um allt land. Talið er að þriðjungur allra landsmanna hafi dáið, eða um 18 þúsund manns, sex þúsund á Norðurlandi og tólf þúsund í Skál- holtsstipti. Þetta er talin ein hræði- legasta plága mannkynsins. 1750-1758: Gekk mikið harðinda- tímabil yfir. Veiðibrestur mikill. Mjög slæm verslun. Maðkað mjöl flutt til landsins. Talið að dáið hafi á þessum árum um tólf þúsund manns úr hungri. 1783-1785: Á hvítasunnudag 8. júní 1783 kom upp eldur á Síðumanna- afrétti. Þetta eldgos er síðar nefnt Skaftáreldar og afleiðingarnar „móðuharðindi". Ofboðslegt hall- æri, skepnufellir og bágindi og tal- ið að aldrei hafi önnur eins eymd gengið yfir þjóðina og lá við að landið eyddist af fé og fólki. Talið er að um níu þúsund manns hafi dáið úr hungri. Stytta Einars Jónssonar af Útlaganum minnir á hörmungar fyrri alda, sem he'r er fjallað um. 1801-1803: Mikið hallærisárferði. Fólk féll úr hungri. 1813: Bjargarleysi, blóðsótt og kreppusótt. Margt fólk féll úr hungri. 1881-1882: „Harði veturinn". Misl- ingasótt gekk um allt land. Mann- dauði yfir 3300. Grasbrestur mikill. Hafþök af ís fyrir Norðurlandi. 1918-1919: Skæð drepsótt, sem gekk undir nafninu „Spánska veik- in" herjaði í Reykjavík og víðar um land og dó fjöldi fólks. Spornað við útbreiðslu hennar með sóttvörn- um, undir umsjón lækna, svo og með öðrum heilbrigðisráðstöfun- um. Þessi svarta skýrsla er, eins og fyrr segir, unnin upp úr mörgum heimildum og sýnir einn af þáttum íslandssögunnar sem ráðið hefur örlögum þjóðarinnar um margar aldir. Þetta er einnig saga heil- brigðismála, sem voru á lágu stigi allt fram á nítjándu öld, vegna fé- leysis, vanþekkingar og læknaleys- is. Þetta er ágrip af hetjusögu fólksins, sem þraukaði í landinu, margar harðar og erfiðar aldir af mikilli þrautseigju og þolinmæði og þurfti auk þess að glíma við sjálf náttúruöflin. Það er undrun- arefni fyrir núlifandi kynslóðir, sem lifa við auð og allsnægtir, hverning þjóðin lifði af þessa miklu erfiðleika og hvernig tekist hefur að reisa allt úr rústum í þjóð- félaginu. Þeir sem ekki höfðu trú á möguleikum í þessu landi fluttu til Vesturheims í lok nítjándu aldar. Talið er að þangað hafi flutt um 15 þúsund manns, á tímabilinu 1874- 1910. Það var stór blóðtaka til við- bótar því sem á undan var gengið. En jafnan hafa skipst á góð og erfið ár og þannig mun áfram verða. Það skal haft í huga að „allt- af kemur skin eftir skúr". P. Ragnar Jónasson er fyrrverandi bæjargjaldkeri á Siglufirði. Hann vinnur nú að ritun sögu sjúkrahús- mála þar í bæ. HEILBRIGÐISMAL 4/1987 17

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.