Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 26
HEILBRJCÐISMÁL / J6n«s Ragn«rsson ekki lyf til að laga ástandið þar sem hann getur sofið og hvílst ef hann gefur sér tíma til þess. Hann þarf upplýsingar. Takist að selja hon- um þá hugmynd að stórminnka eða hætta kaffidrykkju, hætta reykingum eða að minnsta kosti minnka þær, koma sér í líkams- rækt minnst þrisvar í viku og tryggja sér fullan svefn þá má mik- ið vera ef ástandið lagast ekki á einum eða tveim mánuðum. Til að leggja áherslu á mikilvægi hinna breyttu lífshátta getur verið gott að gefa honum skrá um þróunarstig streitunnar og benda á hvað gerist ef hann heldur óbreyttum lífsstíl." En hve lengi er ástandiö að lag- ast hjá þeim sem er kominn með streitu á hæsta stigi? "í sögu þess manns sem er á sjötta stigi streitu kemur fram að hann er búinn að þvinga sig áfram mánuðum, jafnvel árum saman. Það tekur tíma að komast í svona vandræði. Hann hefur svo mikið af andlegum og líkamlegum óþæg- indum að flestum detta fyrst í hug alvarlegir sjúkdómar fremur en gömul þreyta. Vissulega kemur stundum fyrir að fólk hafi orðið fyrir líffæraskemmdum af völdum langvarandi streitu og þá þarf að taka tillit til þess. En jafnvel þá skiptir miklu máli að leiðrétta streituástandið sjálft. Það er aldrei of seint. Við það eitt að koma svefni í lag, oftast með aðstoð lyfja í byrjun, minnkar þreyta og ástandið batnar hratt. Þá þarf að bæta við líkamsrækt til að byggja upp þol og losna úr vítahringjum spennunnar. Það þarf að endur- hæfa líkamann til að ná góðum ár- angri og það er yfirleitt hægt utan sjúkrastofnana. Sá sem tekur ekki sjálfur þátt í meðferðinni lagast aldrei vel. Það má reikna með að þessi maður verði í góðu formi eft- ir tvo til fjóra mánuði þótt hann geti verið vinnufær löngu fyrr. Mikilvægt er að láta fólk vita hve mikillar heilsubótar það getur vænst því að þetta fólk er vant vanlíðan og heldur að það þurfi að lifa þannig. Fullyrða má að fólk getur yngst um mörg ár við að losna úr eymd mikillar streitu." Er hættan þá liðin hjá? "Nei, ekki alveg", sagði Ingólf- ur. „Það hefur aldrei þótt gáfulegt að brenna sig oft á sama soðinu. Góð meðferð á að koma í veg fyrir það. Þegar maðurinn þekkir ein- kenni streitunnar — varnaðar- merkin — verður hann að rækta líkamann áfram sér til gleði og lífs- fyllingar. Það kallast lífsrækt. Bar- átta okkar við streituna er því í eðli sínu ekki barátta gegn lævísum óvini, heldur það að taka ábyrgð á lífi okkar af skynsemi, með vitund og virðingu fyrir þörfum okkar. Sá sem ræktar líf sitt vel hlýtur einnig að njóta þess sem best má verða." Sum störf hljóta að valda meiri streitu en önnur, til dæmis foryst- ustörf í þjóðfélaginu. Hvemig kemst það fólk af? "í viðtali í tímaritinu 19. júní, 1987, gefur forseti íslands svo gott dæmi um það hvernig ábyrgur leiðtogi fer að því að halda góðri heilsu og forðast streitu að ég vil gefa henni orðið: „. . . ég er frem- ur seinreitt til reiði og aldrei lang- rækin. Ég get ekki séð að það geti verið nokkrum manni til upphefð- ar að hanga lengi í ólund. Það er staðreynd að mér þykir vænt um fólk . . . Ég leyni því heldur ekki að ég geri mikið til þess að halda góðri heilsu . . . í hversdagslífinu er ég vandlát á það sem ég læt ofan í mig. Ég borða hollan mat og hreyfi mig eins mikið og ég get. Ég geng mikið og helst í þýfi til þess að fá hreyfinguna sem mér finnst vera lykillinn að andlegri og líkam- legri vellíðan. Ég lifí tiltölulega reglusömu lífi og síðast en ekki síst set ég mér það að fara mjög snemma að sofa a.m.k. einu sinni í viku." Starf forseta íslands er áreiðanlega ekki léttara, og ekki síður vandasamt, en störf okkar hinna. Starfið gerir miklar kröfur, jafnvel ótakmarkaðar. Forseti okk- ar annast sig vel, með því að stjóma sjálfri sér fyrst og fremst, með því að sinna þörfum sínum af skynsemi sem lifandi manneskja", sagði Ingólfur S. Sveinsson að lok- um. Satt er það, að blessuðum börn- unum í sjávarplássum landsins þykir gottið heldur gott. Enda sýn- ir það sig, svo ekki verður um villst, í geypiháum tölum um tíðni tannsjúkdóma hér á landi. Líklega væri best að hrinda af stað meiri háttar herferð gegn ofneyslu syk- urs, eins og fræðslunefnd Tann- læknafélagsins lagði til fyrir þrem- ur árum síðan. Yfir 15.000 fullorð- instennur skemmast á ári í börnum undir 12 ára aldri, meðan lítið er gert til að minnka kolvetnaóhóf okkar. Hér verður rætt um tíðni tannskemmda á Húsavík, og jafn- framt um kostnað sem hlýst af þeim tannsjúkdómum sem hrella tólf ára börn í þessu sjávarplássi og verslunarstað norðan heiða. Tanntala. Tíðni tannskemmda er mæld með svokallaðri tanntölu eða DMFT- tölu sem er ekkert annað en samlagning á fjölda skemmdra, tapaðra og fylltra (viðgerðra) tanna í hverjum einstaklingi. Við saman- burð er oftast notuð tanntala tólf ára barna sem telst þannig vera 6,6 fyrir íslensk tólf ára börn en aftur á móti 3,0 fyrir tólf ára börn í Dan- mörku. Tölulega séð virðist þetta ekki vera mikill munur, en sé tekið tillit til þess að tennur tólf ára barna eru ekki fleiri en 24, sést hve munurinn er gífurlegur. Tanntalan 6,6 þýðir að meira en fjórða hver 26 HEILBRIGÐISMÁL 4/1987

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.