Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.12.1987, Blaðsíða 29
HEILBRIGÐISMÁL / Bjöm Rúriksson Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1987: Rannsóknir á ónæmiskerfinu Grein eftir Helgu M. Ögmundsdóttur Ónæmiskerfið er það kerfi fruma og afurða þeirra sem bregst við að- skotahlutum í líkamann og ver hann þannig gegn sýkingum. Grundvallareiginleiki þessa kerfis er að geta greint það sem er líkam- anum framandi frá því sem er hon- um eiginlegt. Frumur ónæmis- kerfisins eru af mismunandi teg- undum og þurfa að geta þekkt hver aðra til þess að geta starfað saman. Hæfni fruma ónæmis- kerfisins til þess að greina hvað er framandi svo og að þekkja hver aðra byggist á þremur flokkum próteina sem frumurnar framleiða og bera á yfirborði sínu eða gefa frá sér. Þessi prótein eru í fyrsta lagi mótefni, sem bindast framandi Nóbelsverölaunahafinn i læknisfræði 1987, Susumu Tonegawa, kom til íslands fyrir tveim árum og hélt fyrir- lestur á norrænu þingi ónæmis- fræðinga. Á myndinni eru Tonegawa hjónin ásamt Helga Valdimarssyni prófessor. efnum og svokallaðar B-eitilfrumur framleiða, í öðru lagi viðtaki á yfir- borði svokallaðra T-eitilfruma sem greinir framandi efni, og í þriðja lagi vefjaflokkasameindirnar sem raunar flestar frumur líkamans bera á yfirborði sínu og eru ein- staklingsbundið sérkenni. B-eitilfrumur og T-eitilfrumur þurfa að geta svarað áreiti frá mörgum mismunandi framandi efnum, til dæmis öllum þeim fjölda mismunandi baktería og veira sem geta valdið sýkingum. Það er óhugsandi að hver og ein eitilfruma geti greint öll þessi mis- munandi áreiti, enda er því þannig fyrir komið að eitilfrumurnar skipta með sér verkum og hver um sig svarar aðeins einu tilteknu áreiti. Greining eitilfruma á vefja- flokkasameindum hjálpar ónæmis- kerfinu til að bregðast rétt við því sem er líkamanum framandi með því að „sjá" það í samhengi við sérkenni eigin líkama og einnig er komið í veg fyrir að ónæmiskerfið sýni viðbrögð gegn eigin líkama. Á sfðustu tíu árum hefur tekist að útskýra að verulegu leyti mynd- un, gerð og starfsemi þessara þriggja próteinflokka. Susumu Tonegawa, sem í haust hlaut Nó- belsverðlaunin í læknisfræði, hefur átt hvað drýgstan þátt í að leysa meginspurningarnar um gerð og sérkenni genanna sem ákvarða mótefnasameindir. Þá hefur hann átt verulegan þátt í að leysa gátuna um eðli T-eitilfrumuviðtakans og hefur einnig átt hlut að rannsókn- um á vefjaflokkasameindum. Nó- belsverðlaunahafinn Susumu Ton- egawa er 48 ára. Hann er fæddur í Japan og menntaður í háskólanum í Kyoto. Hann hélt síðan til Banda- ríkjanna og lauk doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í San Diego árið 1971. Vegna bandarískrar innflytj- endalöggjafar varð hann að fara frá Bandaríkjunum og réðst þá að rannsóknastofnuninni í ónæmis- fræði í Basel í Sviss. Eftir nokkur ár fluttist hann aftur til Bandaríkj- anna og hefur starfað síðan við tæknistofnunina í Massachusetts (MIT). í mörg ár voru það einkum tvær stórar spurningar sem vöfðust fyrir ónæmisfræðingum. Fyrri spurning- in snerist um það hvernig B-eitil- frumur gætu farið að því að fram- leiða um það bil tíu milljón mis- munandi mótefni. Unnt var að reikna út að varla væri rúm fyrir genin fyrir mótefnapróteinunum í öllu erfðaefni mannsins, hvað þá að þau kæmust þar fyrir ásamt öðrum genum mannsins. Forsenda slíkra útreikninga var sú, að lög- mál erfðafræðinnar gerðu ráð fyrir að hvert prótein væri ákvarðað af einu heilu geni. Einnig var það sér- kennilegt við B-eitilfrumur að hver og ein þeirra gat einungis framleitt eina tegund mótefna. Siðari spurn- ingin varðaði viðtakann á yfirborði T-eitilfruma. B-eitilfrumur bera mótefnasameindirnar á yfirborði sínu og greina þannig framandi HEILBRIGÐISMAL 4/1987 29

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.