Heilbrigðismál - 01.12.1995, Blaðsíða 21
Sigmund Jóhannsson
• Bíllausir dagar voru í Hveragerði og fleiri heilsubæj-
um.
• Landlæknir kom á framfæri upplýsingum um áhrif
og aukaverkanir fíkniefnisins alsælu (ecstasy). Síðar á
árinu gátu fjölmiðlar um dauðsfall hérlendis í kjölfar
neyslu efnisins.
Maí
• Tekin var í notkun legudeild á Fjórðungssjúkrahús-
inu á ísafirði. Sjúkrahúsið taldist þar með fullgert, en
framkvæmdir hófust 1975 og starfsemin 1983.
• Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur hlaut norrænu
heilsuverndarverðlaunin, fyrst íslendinga.
• Um 200 hjúkrunarfræðingar ætluðu að hætta störf-
um vegna uppsagnar á samningi um staðaruppbætur.
Afgreiðslu málsins var frestað.
• Nokkrum starfsmönnum Sjúkrahúss Vestmannaeyja
voru dæmdar bætur sem námu 60 milljónum króna
vegna vangoldinna launa fyrir bakvaktir o. fl.
Júní
• Óvenju margar alþjóðlegar ráðstefnur heilbrigðis-
stétta voru haldnar á íslandi, m.a. fjölmennar norrænar
ráðstefnur skurðlækna og svæfingarlækna.
• Leyft var að auglýsa meðal almennings lyf sem ekki
eru lyfseðilsskyld. Þetta var gert vegna ákvæða í samn-
ingnum um Evrópska efnahagssvæðið.
• Mansjúríusveppate náði miklum vinsældum sem
„allra meina bót" (sjá nóvember).
JÚlí
• Ný reglugerð um ávísun lyfja tók gildi 1. júlí. Sparn-
aður vegna hennar og breytinga sem tóku gildi mánuði
síðar var áætlaður tvöhundruð milljónir króna.
• Sigurður Thorlacius var skipaður tryggingayfirlækn-
ir.
„Ég hef aldrei lent í öðru eins. Þetta er lífs-
reynsla sem er mjög þungbær."
Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir á Isafirði,
en hann var í hópi þeirra sem fyrstir komu til
Súðavíkur eftir snjóflóðið. Morgunblaðið, 19.
janúar 1995.
„Stundum verðum við einfaldlega að játa að
við vitum ekki hvað um er að vera."
Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir um áhrif raf-
segulsviðs á líkamann. Morgunblaðið, 29. jan-
úar 1995.
„Það er alltaf spurning hvort á að halda
áfram að byggja ef ekki er hægt að reka þá
þjónustu sem fyrir er."
Guðmundur Bjarnason alþingismaður um
nýbyggingar á Landspítalalóð. Morgunblað-
ið, 12. mars 1995.
„Byggingin var skírð Kambur í höfuðið á
húsunum þar sem fÖðurforeldrar og ætt-
menni heilbrigðisráðherra bjuggu."
Sighvatur Björgvinsson þáverandi heilbrigð-
isráðherra í grein um íbúðir fyrir aldraða á
Patreksfirði og aðrar heilbrigðisstofnanir á
Vestfjörðum. Vestfirska fréttablaðið, 29. mars
1995.
„Fínkornótt nef- og munntóbak er eitur eins
og allt annað tóbak og veldur fíkn, sjúkdóm-
um og dauða."
Pétur Heimisson læknir á Egilsstöðum í grein
um „snuff". DV, 27. apríl 1995.
„Eins og smurning á góða vél sem gengur
betur á eftir."
lngibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra í
grein um kosti hreyfingar. Morgunblaðið, 13.
júní 1995.
„Mérfinnst ótrúlegt að hann lækni jafn mik-
ið og sagt er."
Gunnar Eyjólfsson leikari um töframátt Man-
sjúríusveppsins. Pósturinn 22. júní 1995.
„Það er búið að sanna óbeint að kennisetn-
ingar náttúrulæknisfræðinnar eru að mestu
leyti réttar."
Þorkell Guðbrandsson yfirlæknir á Heilsu-
stofnun Náttúrulækningafélags íslands í
Hveragerði. DV, 12. júlí 1995.
HEllBRIGÐISMÁL 4/1995 21