Heilbrigðismál - 01.12.1995, Blaðsíða 30
um. Hann ákvað því að binda enda
á líf sitt og dætra sinna og gaf öll-
um eitur. Dætur hans dóu en hon-
um varð ekkert meint af vegna þess
að með gæsablóðinu hafði hann
fengið mótefni gegn eitrinu.
Margir velta því fyrir sér hvort
bólusetning geti haft áhrif á fóstur,
en sú staða getur komið upp að
verðandi móðir þurfi að láta bólu-
setja sig, til dæmis vegna ferðalaga
til fjarlægra landa. Almennt er ekki
ráðlegt að bólusetja þungaðar kon-
ur, en ef ekki verður hjá því komist
verður að vega það og meta í hvert
skipti hvenær konan megi fá þessi
bóluefni. Hætta af bólusetningu
verður þá að vera miklu minni en
hættan á því að smitast, og þar af
leiðandi afleiðingar þess smits. Ef
nauðsynlegt er að bólusetja þung-
aða konu skal það ekki gert fyrr en
hún er gengin með í þrjá mánuði
eða lengur. Konur sem komnar eru
á frjósemisskeið ættu að hafa mót-
efni gegn eftirfarandi sjúkdómum:
Mænusótt, mislingum, hettusótt,
rauðum hundum, stífkrampa og
barnaveiki.
Bóluefni má flokka niður í þrjá
áhættuflokka með tilliti til þess hve
örugg þau eru gagnvart fóstrinu: í
fyrsta lagi eru bóluefni sem hafa
engin áhrif á fóstur; í öðru lagi
bóluefni sem má einungis gefa í
undantekningartilvikum og í þriðja
lagi bóluefni sem má aldrei gefa.
Bóluefni sem lmfa engin áhrif á fóst-
ur: Gegn inflúensu, lifrarbólgu af B-
stofni, mænusótt og stífkrampa.
Þessi bóluefni skal þó eingöngu
gefa konum sem eru í sérstökum
áhættuhópum eða þeim sem gætu
verið í smithættu.
Bóluefni sem má einungis gefa í
undantekningartilvikum: Gegn barna-
veiki, gulusótt, heilahimnubólgu,
hundaæði, kíghósta, kóleru,
lungnabólgu og taugaveiki. Gegn
þessum sjúkdómum má einungis
bólusetja konur ef þær eru á hættu-
svæðum, ef þær eru í bráðri smit-
hættu og í sérstökum undantekn-
ingartilfellum vegna þess umhverf-
is sem þær búa við.
Nokkur bóluefni má aldrei gefa
þunguðum konum, en þau hafa ann-
að hvort valdið misþroska í börn-
um eða að rannsóknir hafa sýnt að
miklar líkur séu á vanþroska þegar
móðir er bólusett meðan hún geng-
ur með barn. Þetta eru bóluefni
gegn berklum, hettusótt, kúabólu,
mislingum, mænusótt (lifandi efni
til inntöku) og rauðum hundum.
Auk þess ætti ekki að gefa konum
með börn á brjósti bóluefni gegn
rauðum hundum og lifandi mænu-
sóttarbóluefni.
Eins og hér hefur komið fram
treystir ónæmiskerfi nýbura mjög
mikið á þau mótefni sem það fær
frá móðurinni, bæði fyrir fæðingu
og einnig með brjóstamjólk. Það er
því afar mikilvægt fyrir barnið að
fá þessi mótefni frá móðurinni, til
þess að verjast þeim sýklum sem
eru í umhverfinu. Lifandi bóluefni
má aldrei gefa þunguðum konum,
þar sem þessi bóluefni geta valdið
sömu áhrifum á fóstur og sýking
myndi framkalla. Þó flestar bólu-
setningar séu hættulausar fóstri og
nýbura, er ástæða til að fresta öll-
um aðgerðum, þangað til nokkrum
mánuðum eftir fæðingu barnsins.
Sveinbjörn Gizurarson er lektor við
lyfjafræði lyfsala í Háskóla íslands og
verkefnisstjóri Lyfjaþróunar hf Áður
hefur birst grein eftir hann í Heilbrigð-
ismálum, 4. tbl. 1993: Reykingar draga
úr áhrifum lyfja.
Vantar þig
upplýsingar
um
Nýttu þér aukna þjóm
Krabbameinsfélagsins
S KRABBAM EINS
Sraðgjöfin
30 HEILBRIGÐISMÁL 4/1995