Heilbrigðismál - 01.12.1995, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.12.1995, Blaðsíða 26
í ró og næði Þegar erfiðleikar steðja að viljum við fá að vera í ró og næði, í návist þeirra sem okkur þykir vænt um. Krabbamein er erfiður sjúkdómur sem leggst á fólk án tillits til búsetu. Oft er hægt að sigrast á krabbameini með sérhæfri meðferð sem er aðeins í boði í Reykjavík. Til þess að létta undir með landsbyggðarfólki sem þarf að fara í krabbameinsmeðferð hafa Krabbameinsfélag íslands og Rauði kross íslands keypt íbúðir sem ætlaðar eru fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra meðan á meðferð stendur. Ríkisspítalar hafa tekið að sér rekstur íbúðanna en dvalargestir greiða mjög lága leigu. Ef þú veist um einhvern sem er að fara í krabbameinsmeðferð máttu benda honum á að leita upplýsinga um afnot af íbúðunum. Síminn er 560 1455. Við viljum létta krabbameinssjúklingum lífið - þeir þurfa á því að halda. Krabbameinsfélagið Rauði krossinn Ríkisspítalar

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.