Heilbrigðismál - 01.12.1995, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.12.1995, Blaðsíða 13
Sigurður Stefán Jónsson (líkanið er hjá Raunvísindastofnun Háskóla íslands) Hvað býr í genunum? Margt bendir til þess að sameindaerfðafræði eigi eftir að valda byltingu í læknisfræði Síðustu tvo áratugi hafa orðið ótrúlegar framfarir í erfðarann- sóknum. Þessa þróun má reyndar rekja lengra aftur eða til þess að Watson og Crick skýrðu helstu eig- inleika erfðaefnisins, DNA, snemma á sjötta áratugnum og til ýmissa mikilvægra rannsókna á erfðaefni baktería og veira sem fylgdu í kjölfarið. Nýjar aðferðir komu svo fram á áttunda og ní- unda áratugnum, annars vegar að- ferðir til að klippa erfðaefnið niður í litla búta og einangra á sérvirkan hátt og hins vegar aðferðir til að fjölfalda eða magna upp stuttar raðir úr erfðaefninu. Það var þróun nýrra aðferða í sameindaerfðafræði sem gerði rannsóknir á erfðaefni mannsins mögulegar. Áhrifa þessarar þróunar gætir nú þegar í læknavísindum, en margt bendir til að aðferðir sameinda- erfðafræði eigi eftir að valda gjör- byltingu í læknisfræði í nánustu framtíð. Annars vegar er um að ræða hátækniþróun og aðferðir sem byggðar eru á aukinni þekk- ingu, og samkvæmt því er enginn eðlismunur á þessu og öðrum svið- um læknavísinda. Hins vegar má segja að um nýtt viðhorf sé að ræða. Því hefur verið haldið fram að nýjar aðferðir erfðavísinda eigi eftir að breyta okkar eigin skilningi á okkur sjálfum og þeim heimi sem við búum í. Verður til dæmis hægt að rannsaka lífverur af sömu ná- kvæmni og dauða hluti og jafnvel breyta þeim að vild? Spurningar hafa vaknað um það hve langt eigi að ganga í þekkingarleit á þessu sviði og hvernig eigi að nýta niður- stöður. Kortlagningu genamengis manns- ins miðar hraðar en bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir þó enn sé mik- ið verk eftir. Alþjóðlegt samstarfs- verkefni, HUGO (The Human Ge- nome Project), beinist að því að kortleggja og á endanum ákvarða Grein efir Jórunni E. Eyfjörð svonefnda basaröð alls erfðaefnis mannsins. Fjöldi rannsóknahópa tekur þátt í þessu verkefni og að auki er mikil gróska í rannsóknum á einstökum sjúkdómum og sjúk- dómsgenum. Fjöldi þekktra gena eykst mjög hratt og hefur því verið spáð að allar 50-100.000 erfðaeind- irnar verði staðsettar nákvæmlega á litningum mannsins innan tíu ára. Hluti af líkani af kjarnsýrusam- eindinni (DNA). James Watson og Francis Crick sýndu fram á það árið 1953 að sameindin væri eins og tvöfaldur gormur, tengdur sam- an með einingum sem minna á þrep í hringstiga. Fjöldi „þrepa" hjá manninum, skiptir milljörð- um. Notkun sameindaerfðafræðilegra aðferða í heilbrigðisþjónustu gæti orðið margvísleg. Eftirfarandi upp- talning er alls ekki tæmandi: • Greining erfðagalla í fósturvís- um, á fósturskeiði, í nýburum og fullorðnu fólki. • Sjúkdómsgreiningar. • Meðferð byggð á sameindagrein- ingu. • Genalækningar. • Lyf unnin með erfðatæknilegum aðferðum. Greining erfðngalla er hafin Staðsetning og einangrun sjúk- dómsgena hefur gert mögulegt að greina fjölda erfðagalla, bæði á fóst- urskeiði og í fullorðnum - og nú jafnvel í fósturvísum í tengslum við glasafrjóvganir. Við greiningu erfðagalla verður að hafa margt í huga. I fyrsta lagi skiptir máli hvort um greiningu á fósturskeiði eða í fæddum einstaklingum er að ræða. Einnig skiptir máli hvernig gallinn er. Flokka má erfðagalla í eingena og fjölgena eða flóknari erfðagalla. • Eingena erfðagalla má rekja til galla í einu geni. Slíkir gallar erfast oftast eftir einföldum leiðum, ríkj- andi, víkjandi eða kyntengt (sam- kvæmt lögmáli Mendels). Lang- flestir gallar sem nú er hægt að greina eru eingena. • Flóknari einkenni eru oftast rakin til breytinga í fleiri en einu geni. Fjölmargir algengir sjúkdómar eru í þessum flokki, til dæmis hjartasjúk- dómar, háþrýstingur, flest krabba- mein, gigtarsjúkdómar ofl. í umfjöllun um erfðagreiningu hættir mönnum oft til einföldunar. Jafnvel við greiningu eingena sjúk- dóma eru mörg mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga svo sem hve alvarlegur sjúkdómurinn er, hvort erfðagallinn leiði alltaf til sjúkdóms, hvenær einkenni koma í ljós og hve margar stökkbreytingar innan gensins geta leitt til sjúk- HEILBRIGÐISMÁL 4/1995 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.