Heilbrigðismál - 01.03.1996, Blaðsíða 4
Tómas Jónasson - Auk hf.
Innlent
Pjóðin þyngist
Á einum áratug, frá
1983 til 1993, þyngdust ís-
lenskir karlar um 3,7 kg
og konur um 4,2 kg,
samkvæmt niðurstöðum
svonefndrar Monica-
rannsóknar Rannsókna-
stöðvar Hjartaverndar, en
hún nær til fólks á aldr-
inum frá 25 ára til 74 ára.
Þeir sem voru 25-34 ára
þyngdust minnst en í
hinum aldurshópunum
var breytingin meiri.
Karlarnir eru nú að með-
altali 84,4 kg en konurn-
ar 71,7 kg, að sögn Ugga
Agnarssonar læknis.
Hæð karla og kvenna
jókst um rúman senti-
metra á þessu tímabili og
eru karlar nú að meðal-
Karlar eru hærri en kon-
ur og einnig þreknari,
sem sést á því að hver
sentimetri í hæð sam-
svarar 473 grömmum hjá
körlum en 434 grömm-
um hjá konum.
tali 178,4 sentimetrar en
konur 165,3 sentimetrar.
Yngra fólkið er heldur
hærra en það eldra.
Nú eru um 150 þúsund
manns á þeim aldri sem
rannsóknin náði til. Mið-
að við þær tölur sem hér
hafa verið nefndar má
áætla að þessi hluti þjóð-
arinnar sé um 590 tonn-
um þyngri en jafnaldrar
þeirra fyrir áratug. Það
samsvarar því að þjóðin
hafi þyngst um 5 tonn á
mánuði!
Doktorum fjölgar
Á síðasta ári vörðu
tveir læknar doktorsrit-
gerðir sínar við lækna-
deild Háskóla Islands.
Þar með voru doktors-
varnir frá deildinni orðn-
ar 30, þar af 13 á síðustu
tíu árum. Það kemur
fram í Fréttabréfi Há-
skóla íslands að frá því
skólinn tók til starfa fyrir
85 árum hafa 77 dokt-
orsvarnir farið þar fram,
svo að hlutur lækna-
deildar er mjög stór, þó
enn séu margir íslenskir
læknar sem verja ritgerð-
ir sínar við erlenda há-
skóla.
Reyklausum veitinga-
stöðum fer fjölgandi.
Snætt í
hreinu lofti
Ellefu af þrettán hótel-
um í Reykjavík bjóða
reyklaus herbergi. Þetta
kom fram í könnun sem
gerð var í vor á vegum
Sambands veitinga- og
gistihúsa. Utan Reykja-
víkur reyndust 18 af 28
hótelum gefa kost á reyk-
Hæð íslenskra karla og kvenna
Monica-rannsókn Hjartaverndar 1993
25-34 ára
35-44 ára
45-54 ára
55-64 ára
65-74 ára
lausum herbergjum. Flest
þessara hótela veittu
morgunverð í reyklausu
umhverfi.
Vitað er um fimmtán
reyklausa veitingastaði,
samkvæmt upplýsingum
frá Tóbaksvarnanefnd,
bæði matsölustaði og
kaffihús.
Auðmenn
framtíðar?
Maður sem reykir
pakka af sígarettum á
dag eyðir í það um átta
þúsund krónum á mán-
uði. Ef hjón sem bæði
reykja pakka á dag hætta
að reykja og leggja fyrir
sextán þúsund krónur á
mánuði á 6% vöxtum
eiga þau 15,6 milljónir
króna eftir 30 ár! Á þetta
er bent í Fréttabréfi
Heimilislínu Búnaðar-
bankans. Sá sem reykir
ekki fær verulega viðbót-
arvexti: Betri heilsu og
lengra líf.
Einnig í körlum
Brjóstakrabbamein er
algengasta krabbamein
kvenna en þessi sjúk-
dómur getur einnig
greinst í körlum. í vor
birtist í International
Journal of Cancer grein
eftir Jón Gunnlaug Jónas-
son lækni o. fl. þar sem
fjallað er um 29 krabba-
mein í brjóstum karla
sem skráð voru á árun-
um frá 1955 til 1994. Síð-
ari hluta tímabilsins var
tíðnin hærri en í upphafi
þess eða að jafnaði eitt
tilfelli á ári. Meðalaldur
sjúklinga var 66 ár og
um 40% þeirra lifðu
fimm ár eða lengur eftir
greiningu. Tvö af hverj-
um þremur meinum
voru í vinstra brjósti en
þau sem voru hægra
megin reyndust stærri og
erfiðari viðureignar.
4 HEILBRIGÐISMÁL 1/1996
Tómas Jónasson - Gott fólk (Ólöf Garðarsdóttir)
í anda samvinnu
„Sjúkrahús, sem jafnframt
væri sóttvarnarstiftun, þykir mér
æskilegt í Reykjavíkurbæ, yrði
því komið upp með hæfilegum
sparnaði og það væri ekki of
stórt," sagði Bjarni Thorarensen
skáld og amtmaður fyrir eimii
og hálfri öld. Þá var ekkert
sjúkrahús í höfuðstaðnum en nú
er öldin önnur og sjúkrahúsin
talin of mörg og of stór. Orð
Bjarna um hæfilegan sparnað
eru því enn í fullu gildi.
Svo er að skilja á stjórnvöld-
um að lausnarorðin séu samstarf
og sameining, að ekki sé talað
um verkaskiptingu. Einn liður í
lausn mála er sameining Borgar-
spítalans og Landakotsspítala í
„Sjúkrahús Reykjavíkur". í til-
efni sameiningarinnar um síð-
ustu áramót gerði auglýsinga-
stofan Gott fólk merki fyrir nýju
stofnunina. Ólöf Garðarsdóttir
grafískur hönnuður segir
S j Ú KRAH Ú S
REYKjAVÍKUR
að merkið eigi að túlka starf-
semina á einfaldan hátt. Fjögur
form mynda hvítan kross, tákn
heilbrigðisþjónustu, blái liturinn
er litur borgarinnar og sá rauði
er litur lífsins, segir Ólöf. Efri
hluti krossins getur einnig vísað
til turnanna á Borgarspítalanum
og Landakotsspítala.
Bjarni Thorarensen hafði á
sínum tíma tillögu um tekju-
stofn fyrir væntanlegt sjúkrahús
í höfuðstaðnum: „Af utanbæjar-
mönnum mundi mega taka
sanngjarna borgun þegar þeir
kæmu sjúklingum inn á sjúkra-
hús þetta." Er þetta ekki í anda
tillagna sem heilbrigðisráðherra
kynnti á síðasta ári?
Fimm á dag
Hve mikið borða Is-
lendingar af grænmeti og
ávöxtum? Ekki nóg, að
mati Manneldisráðs.
Reynsla annarra þjóða er
svipuð. Fyrir nokkrum
árum hófst i Bandaríkj-
unum átak til að auka
neysluna undir kjörorð-
inu „5 A Day for Better
Health". Hvatt er til þess
að fólk fái sér fimm eða
fleiri skammta á dag af
Margir tóku þátt í ösku-
bakkasöfnun Tóbaks-
varnanefndar á reyk-
lausa deginum í vor.
Einhvern tímann var
sagt að öskubakkar ættu
eftir að verða safngripir
á minjasöfnum, líkt og
hrákadallar. Skyldu
þessir fara þangað?
grænmeti og ávöxtum,
enda hefur verið sýnt
fram á að með því móti
megi draga úr hættu á
mörgum tegundum af
krabbameini, ekki síst í
meltingarvegi.
í sumar hóf Manneld-
isráð hliðstætt átak hér
á landi, í samvinnu við
framleiðendur og inn-
flytjendur grænmetis og
ávaxta, Hjartavernd,
Krabbameinsfélagið,
Hagkaup og fleiri versl-
anir. Laufey Steingríms-
dóttir forstöðumaður
ráðsins segir að ekki
þurfi að vera erfitt að
uppfylla þessi skilyrði
um fimm skammta á
dag. Til dæmis megi fá
sér ávaxtasafa áður en
lagt er af stað í vinnu
eða skóla, hafa með sér
epli eða banana til að
gæða sér á með létta há-
degisverðinum sem nú
tíðkast, fá sér ávöxt síð-
degis og borða kartöflur
og grænmetissalat með
kvöldmatnum. Þá eru
skammtarnir orðnir
fimm, og ekki sakar að
bæta aðeins við eftir
kvöldmat, til dæmis að
fá sér vínber eða rúsín-
ur.
Laufey segir að átakið
hafi mælst vel fyrir og
vonast sé til að með
þessum einfalda boðskap
megi bæta heilsu þjóðar-
innar og draga úr ótíma-
bærum sjúkdómum af
völdum óheppilegra
neysluvenja.
Menntunin
kostar sitt
Rekstur Háskóla ís-
lands kostaði á síðasta
ári um 2,6 milljarða
króna, þar af er kostnað-
ur við kennsludeildir
rúmur einn milljarður.
Heilbrigðisgreinarnar
taka drjúgan hluta af
þessu eða tæpan þriðj-
ung. Læknadeild er fjár-
frekust, kostar 140 millj-
ónir króna, hjúkrunar-
fræði kostar 64 milljónir,
tannlæknadeild 47 millj-
ónir, lyfjafræði lyfsala 28
milljónir og sjúkraþjálfun
20 milljónir.
Á þriðj'a hundrað
stómaþegar
Miðað við þann fjölda
sem er á skrá hjá Hjálp-
artækjabankanum má
gera ráð fyrir að um 250
stómaþegar séu hér á
landi, segir í Fréttabréfi
Stómasamtakanna, en
það eru samtök fólks
sem hefur gengist undir
stómaaðgerðir þar sem
op fyrir saur eða þvag er
sett á kvið. Á árinu 1995
var 61 aðgerð gerð, sem
er nokkru meira en árið
áður. Þetta voru 38 ristil-
stómaaðgerðir (kóló-
stómía), 15 garnastóma-
aðgerðir (íleóstómía) og 8
þvagstómaaðgerðir (úró-
stómía). -jr.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 5