Heilbrigðismál - 01.03.1996, Blaðsíða 23
sjúklinga, ef það er gert á máli sem þeir
ekki skilja, eða ef þeir eru of veikir, fáfróðir
eða hræddir til að geta tileinkað sér það
sem sagt er við þá. Nauðsynlegt er að
ganga úr skugga um að þeir hafi skilið þá
vitneskju sem fagfólkið vill koma á fram-
færi. Þær raddir hafa heyrst að það sé í öllu
falli tómt mál að tala um upplýst samþykki
sjúklinga vegna þess að þeir hafi í raun
engar forsendur til þess að gefa samþykki
byggt á fullri vitneskju um læknisfræðileg-
ar rannsóknir og áhættusamar læknisað-
gerðir. Til þess þyrftu þeir að hafa þekk-
ingu og reynslu á borð við lækna og hjúkr-
unarfræðinga, en það sé fráleitt. Hug-
myndin um fulla vitneskju er einungis til
óþurftar í þessu samhengi. Sjúklingurinn
þarf einungis að fá vitneskju sem nægir
honum til að veita „upplýst samþykki".
Það felur í sér að hann fái greinargóða vitn-
eskju um sjúkdómsgreiningu, möguleg
meðferðarúrræði og þær áhættur, þau
óþægindi og þær aukaverkanir, sem þeim
eru fylgjandi, og batahorfur.
Hér er raunar ekki um að ræða vanda
sem er neitt sérstakur fyrir aðstæður sjúkl-
ings. Fólk þarf iðulega að taka ákvarðanir í
málum sem það hefur enga sérþekkingu á,
heldur leitar sér ráða og upplýsinga til að
geta valið skársta kostinn í stöðunni. Fag-
leg þekking, sem miðlað er af ábyrgð og
heilindum, er forsenda þess að fólk geti
tekið upplýsta ákvörðun í slíkri stöðu. Einn
erfiðasti þátturinn við upplýst samþykki
Mannhelgi
• Heilbrigðisstarfsmenn og aðrir sem starfs síns vegna hafa
samskipti við sjúkling skulu koma fram við hann af virð-
ingu. (17. gr.)
• Ef nauðsynlegt reynist að forgangsraða sjúklingum vegna
meðferðar skal fyrst og fremst byggt á læknisfræðilegum
sjónarmiðum og eftir atvikum öðrum faglegum forsendum.
(19. gr.)
• Sjúklingur ber ábyrgð á heilsu sinni eftir því sem það er á
hans færi og ástand hans leyfir. Honum ber eftir atvikum að
vera virkur þátttakandi í meðferð sem hann hefur sam-
þykkt. (21. gr.)
• Sjúklingi skal gerð grein fyrir hvaða heilbrigðisstarfsmað-
ur beri meginábyrgð á meðferð hans á heilbrigðisstofnun.
(22. gr.)
• Lina skal þjáningar sjúklings eins og þekking á hverjum
tíma frekast leyfir. Sjúklingur á rétt á að njóta stuðnings fjöl-
skyldu sinnar, ættmenna og vina meðan á meðferð og dvöl
stendur. (23. gr.)
Urfrumvarpi til laga um réttindi sjúklinga.
Það var lagt frattt á Alþingi í vor en hlaut ekki afgreiðslu.
Það er til lítils
að dæla upplýs-
ingum yfir
sjúklinga, ef
það er gert á
máli sem þeir
ekki skilja, eða
ef þeir eru of
veikir, fáfróðir
eða hræddir til
að geta tileink-
að sér það sem
sagt er við þá.
Aðalatriðið er
að læknir og
sjúklingur eru
tvær manneskj-
ur sem þurfa að
mynda sam-
band sín á milli
og takast á við
vandann saman
með mannlegri
hlýju, gagn-
kvæmu trausti
og heilindum.
sjúklingins er hins vegar sú staðreynd að
fagmaðurinn hefur jafnan í hendi sér hvað
sjúklingurinn fær að vita og hvað ekki.
Þetta þarf alls ekki að stafa af því að fag-
manneskjan sé vísvitandi að stjórna
ákvörðun sjúklingsins, heldur liggur
ástæðan í því að hún er sjálf bæði skeikul
manneskja með takmarkað sjónarhorn og
ábyrgur fagmaður sem hefur skyldu til að
ráða sjúklingi sínum heilt. Læknir getur
líka orðið að gæta þess að takmarka upp-
lýsingar sínar, t.d. með því að tíunda ekki
áhættuþætti sem eru afar ólíklegir en gætu
samt sem áður valdið sjúklingnum veru-
legum áhyggjum.
Samráð sjúklings og fagmanns
Það fer ekki á milli mála að sjúklingur á
rétt á öllum þýðingarmiklum upplýsingum
sem varða meðferð hans, en það er samt
sem áður alltaf matsatriði hve langt skal
gengið í að upplýsa hann. Lausnin í þessu
máli felst ekki í því að finna fasta viðmiðun
um það hve miklum upplýsingum sjúkl-
ingar þurfi á að halda, heldur í því að
skapa aðstæður til samræðna milli sjúkl-
inga og heilbrigðisstarfsólks þar sem talað
er saman á ábyrgan og upplýsandi hátt um
vandann sem við er að etja. Þetta vinnulag
felst í því samskiptaformi sem ég hef kall-
að samráð sjúklings og fagmanns og leiðir
af þeirri siðareglu að virða sjúklinginn sem
manneskju. Samræða þar sem fagfólk gef-
ur sér tíma til þess að hlusta á sjúklinginn
er áreiðanlega besta leiðin til þess að finna
út hvað viðkomandi sjúklingur vill og er
tilbúinn til að vita og hvað ekki. Einræða
læknis við sjúkling skilar sér oftar en ekki í
misskilningi þótt „allar upplýsingar" hafi
komið fram. Aðalatriðið er að læknir og
sjúklingur eru tvær manneskjur sem þurfa
að mynda samband sín á milli og takast á
við vandann saman með mannlegri hlýju,
gagnkvæmu trausti og heilindum. An
slíkrar samræðu getur krafan um upplýst
samþykki orðið lítið annað en merkingar-
laust „já" sem vélað er út úr sjúklingi í
nauðum sínum.
Athuganir hafa sýnt að meira en 60 af
hverjum 100 sjúklingum vilja sem minnst
vita af aðgerðinni sem þeir eiga að fara í.
Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður og er
mikilvægt að finna hverjar þær eru í hverju
tilviki og meta réttmæti þeirra. í vissum til-
vikum er rangt að þröngva vitneskju upp á
sjúkling sem ekkert vill með hana hafa. Það
getur verið jafn mikil forræðishyggja falin í
því að segja sjúklingum sannleikann þegar
þeir vilja ekki vita hann, og að meta rétt-
mæti sannsögli eingöngu út frá áhrifum
HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 23