Heilbrigðismál - 01.03.1996, Blaðsíða 13
SSJ-ljósmyndun
Bæði útfjólublá A- og B-geislun geta valdið bruna á
hornhimnu augans, sem síðan getur valdið skýi á auga
og jafnvel blindu. Því er nauðsynlegt að nota við-
eigandi hlífðargleraugu við ljósböð. Við sólböð skal
nota sólgleraugu sem veita vörn gegn útfjólublárri
geislun.
Af þessu er ljóst að ljósabekkir geta verið hættulegir,
engu síður en sólin. Börn eiga því ekki að nota Ijósabekki.
Allir sem hafa Ijósa og viðkvætna Inið, sem brennur gjarnan
í sól, eru Ijóshærðir eða rauðhærðir, eða eru með marga fæð-
ingarbletti, ættu að forðast Ijósböð. Þeir sem á annað borð
kjósa að nota Ijósabekki ættu ekki aðfara oftar í þá en tíu til
fimmtán sinnum á ári. Notkunina á ávallt að miða við
hversu vel notandinn þolir sólarljós og fylgja skal leið-
beiningum framleiðanda eða starfsfólks sólbaðsstofa.
Þegar ljósabekkur er notaður í fyrsta sinn er hámarks-
tími fimm til tíu mínútur.
Eftirlit og hreinlæti
Þegar yfirvöld heimila innflutning ljósabekkja er gert
ráð fyrir ákveðnum perum í hverri tegund bekkja.
Mikilvægt er að eigendur sólbaðsstofa noti ekki sterk-
ari perur en áskilið er. Þá er nauðsynlegt að gæta ýtr-
asta hreinlætis svo að smitandi sjúkdómar berist ekki
milli þeirra sem nota bekkina.
Enginn vítamíngjafi
Ljósabekkir hafa engin áhrif á myndun D-vítamíns í
líkamanum eins og gerist við sólböð í sólarljósi. Flestir
fá nægilega mikið af þessu vítamíni frá sólinni og úr
fæðunni, m.a. lýsi.
Meðferð húðsjúkdóma
Sumar tegundir barnaexems og flösuexems (seborr-
hea) geta lagast nokkuð við ljósböð. Ekki er þó ráðlagt
að hefja meðferð slíkra eða annarra húðsjúkdóma í
ljósabekkjum án samráðs við lækni. Ef meðferðar er
þörf er hún öruggust á húðsjúkdómadeildum. A þann
hátt má tryggja að greining húðsjúkdómsins sé rétt og
meðferðin viðeigandi.
Enda þótt sólarljós hafi að jafnaði góð áhrif á bólur
gera geislar í ljósabekkjum ekki sama gagn. Margar
betri og hættulausar aðferðir má nota við þeim.
Sérstakir ljósabekkir, sem gefa mikla útfjólubláa B-
geislun, eru notaðir við meðferð á sóra (psoriasis) og
öðrum húðsjúkdómum. Um slíka ljósabekki gilda sér-
stakar reglur og þá má aðeins nota samkvæmt læknis-
ráði. Útfjólublá A-geislun er einnig notuð við meðferð
á sóra en einungis með lyfi sem gerir húðina mjög
næma fyrir þess háttar geislun. Slík meðferð fer aðeins
fram á húðsjúkdómadeildum.
Háfjallasólir
Áður fyrr voru svonefndar háfjallasólir notaðar til
ljósbaða. Þær gefa oft frá sér mun meiri útfjólubláa B-
geislun en ljósabekkir og er því eindregið varað við
notkun þeirra.
Varúðar þörf
Eins og hér hefur verið nefnt er ástæða til að nota
ljósabekki með mikilli varúð. Þeir sem stunda sólböð
úti við eða í ljósabekkjum ættu að fylgjast vel með öll-
um breytingum sem verða á húðinni. Rétt er að leita
læknis ef fólk hefur áhyggjur af blettum á húð, ekki síst
ef þeir eru skörðóttir, mislitir og stærri en sex milli-
metrar í þvermál.
Ekki er ástæða til að amast við því að fólk láti geisla
sólar leika um sig, ef það er gert innan skynsamlegra
marka, en fátt eða ekkert mælir með því að nota ljósa-
bekki í þeim tilgangi.
Upplýsingar þessar koma frá Geislavörnum ríkisins og
eru unnar í samráði við göngudeild húðsjúkdóma á Land-
spítalanum.
HEILBRIGÐISMÁL 1/1996 13